28.6.13

Þakkarkort og játning bloggara!

 


Í maí fórum við að heimsækja vini og ættingja í Þýskalandi. Við fengum gistingu á þremur stöðum og fengum alls staðar höfðinglegar móttökur, ljúffengan mat, afnot af þvottavél, skutl og ég veit ekki hvað og hvað. Við vildum senda örlítinn þakklætisvott fyrir alla fyrirhöfnina og þá urðu til þessi fínu kort sem að guttinn og ég gerðum í sameiningu.
 
Guttinn litaði fyrst þessar fínu myndir með þessum skemmtilegu litum og svo fékk hann að mála yfir með vatni.
 
 
Ég sá svo um að líma herlegheitin á litaðan pappír
 
 
og svo fylgdu servíettur með.
 
 
 
Yfir í allt annað í lokin...... ég var spurð af því á blogginu hér um daginn hvernig ég færi af því að hafa forstofuna mína svona fína og ég svara því hér með:
Forstofan mín er sjaldnast jafn fín og á myndunum!
Ég hef hins vegar gaman að því að gera hana fína og setja upp myndir og dúllerí, það er hvatning til þess að reyna að halda henni þokkalegri.
 
 
Þegar þessi mynd var tekin tók ég dót sem beið eftir ferð niður í kjallara af kommóðunni og fækkaði yfirhöfnunum og gætti þess líka að ekki sæist í flísarnar sem mér finnst ljótar á litinn
 
 
Ég smellti þessari mynd af þegar ég var að taka servíettumyndirnar og hún sýnir forstofuna í öllu hversdagslegra formi. Þó mér finnist gaman að taka myndir af heimilinu mínu og deila með ykkur er ykkur alveg óhætt að trúa því að þar er oft drasl :-)
 
 
 

2 comments:

  1. Anonymous28/6/13 09:39

    Takk fyrir að deila þessu, það er mjög huggulegt og fínt hjá þér, þetta er jú alltaf heimili þar sem fólk gengur um...
    Kortinn eru líka æði flott, ekki leiðinlegt að fá svona..
    kv Pála

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir falleg orð, alltaf gaman að sjá nýja lesendur hérna inni! :-)

      Delete