10.5.13

Myndarammi fyrir lítinn gorm og afmæliskort fyrir prinsessu
Ég verð að byrja á því að afsaka bloggleysið undanfarið, við vorum að koma heim úr annasömu en skemmtilegu ferðalagi um Þýskaland þar sem helstu vinir og vandamenn eiginmannsins voru heimsóttir :-)
Við tókum að sjálfsögðu með gjafir fyrir frændsyskinin, myndarammi með bæn fyrir lítinn 1 árs krúttgorm og svo afmæliskort fyrir 4 ára prinsessu.
 

 
Gormurinn ber stutt en fallegt nafn og mér langaði til þess að gera því hátt undir höfði með fánalengjunni.
 

Hann fékk hraðgert kort með, myndin er af FPTFY, æðisleg eins og allt þaðan!
 
Stóra systirin fékk svo prinsessukort
 

 
 
Þetta er svona "swing-card" eða snúningskort þar sem miðjan snýst við þegar maður opnar það
 
 
 
Best að fara taka upp úr töskunum!
 
 

No comments:

Post a Comment