15.5.13

Föndurinnkaup í Ameríkunni

... ég var samt ekkert úti í Ameríku, en ég hafði burðardýr!
 
Ég ætti kannski að byrja á að vara ykkur við.
 
AÐVÖRUN !!!
 
Þetta er MONTpóstur.
 
Hann er fullur af HÆTTULEGA fallegum og girnilegum föndurvarningi.
 
 
 
Þegar maðurinn minn sá þetta spurði hann mig (raddblær yfirvegaður en kvíðblandinn með örlítilli upphækkun í lok setningar):"Keyptir þú þetta allt?"
Ég: " Nei, ég á hluta, hluta eigum við mæðgur þrjár saman og hluta eiga þær."
Eiginmaður (hættur að halda inni í sér andanum): "já, ok, ég vildi bara spyrja."
 
Þess má geta að pabbi minn sýndi nákvæmlega sömu viðbrögð þegar mamma týndi upp úr töskunum og fyllti heilan kassa af föndurdóti!
 
En þá að góssinu!
 
 
Mynsturgatarar, mig hefur leeeeeengi langað í þessa og nú eru þeir mínir!
 
 
"Embossing folders", plastvasar til þess að gera upphleypt mynstur í pappír með flottu Grand Calibur vélinni minni, hlakka mikið til að nota þessa dásemd!
 

 
Skrapppappír (hvað eru mörg-p í því?)
Ég á svo lítið af pappír (hóst, hóst!) að ég stóðst ekki mátið að kaupa þennan á nokkra dollara.
 
 
Við mæðgur keyptum okkur svo þetta saman, 10 blek í litasetti, áfyllingar á þau og tússpenna í stíl sem hægt er að nota bæði til þess að skrifa og lita á stimplana. Ég hlakka mikið til að prófa þetta og sjá hvort ég spari mér ekki tíma og ergelsi við að finna liti sem tóna vel saman.

 
Og síðast en ekki síst: STIMPLA!
 
 
Sniðugustu stimpla umbúðir sem ég hef séð!
 
 
stimplarnir hver öðrum fallegri
 
 
Ég get varla beðið eftir að byrja nota þessar dásemdir!
 
Engin ábyrgð er tekin á hugsanlegri kaup- og pöntunarsýki sem smitast getur af lestri þessum.
 
 
 
 
 

3 comments:

  1. Stampin Up er snilld!

    ReplyDelete
  2. Vá, þetta er ekkert smá girnilegt...ekki amalegt að geta keypt svona varning í Ameríkunni ;)

    ReplyDelete
  3. Vá þvílíkur fjársjóður, ekkert smá gaman að föndra með þetta allt, hlakka til að sjá útkommuna:)
    Skemmtilega skrifað og fyndinn pósturinn
    Bestu kveðjur frá Stokkhólmi
    Sif

    ReplyDelete