24.5.13

Fæðingarkort


Þessi póstur er númer tvö í röðinni "ég-nota-sko-allt-þetta-föndurdót-sem-ég-keypti" fyrir manninn minn :-)
Ég skellti sem sagt í þrjú kort og vígði um leið "embossing folderana" sem ég keypti frá Ameríkunni(fyrir ykkur sem skiljið ekki föndurísku: plastvasar til þess að gera upphleypt mynstur í pappír).
 
 

Þessi einföldu kort eru útkoman (verst að ég uppgötvaði að ég á ekki borða í nógu mörgum litum, veit ekki hvað maðurinn minn segir við því!)
 
 
Nærmynd fyrir lesendur sem hafa áhuga á pappírsföndri (ekki eiginmanninn).
 
 
 

5 comments:

  1. thu ert snilli! Safnaru kannski pappir eins og eg? ( Engum strimlum hent??)
    Stundum klippi eg utur blodum ef pappirinn er godur og geymi....madur veit sko aaaaldrei hvenaer hann kemur ad notum sko...
    Brynja

    ReplyDelete
    Replies
    1. Haha, ég hendi einmitt afar fáum strimlum og klippi líka sumt út :-) Þessi kort eru reyndar ekki gerð úr afgöngum, það það væri samt vel hægt að nýta þá í svona kort! :-)

      Delete
  2. Kortin eru rosa sæt:)
    Fyrst hélt ég að þú værir að tala um manninn minn en fattaði svo að þú átt sjálf einn eins og minn ;)
    Kveðjur frá Stokkhólmi
    Sif

    ReplyDelete
  3. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete