24.5.13

Fæðingarkort


Þessi póstur er númer tvö í röðinni "ég-nota-sko-allt-þetta-föndurdót-sem-ég-keypti" fyrir manninn minn :-)
Ég skellti sem sagt í þrjú kort og vígði um leið "embossing folderana" sem ég keypti frá Ameríkunni(fyrir ykkur sem skiljið ekki föndurísku: plastvasar til þess að gera upphleypt mynstur í pappír).
 
 

Þessi einföldu kort eru útkoman (verst að ég uppgötvaði að ég á ekki borða í nógu mörgum litum, veit ekki hvað maðurinn minn segir við því!)
 
 
Nærmynd fyrir lesendur sem hafa áhuga á pappírsföndri (ekki eiginmanninn).
 
 
 

15.5.13

Föndurinnkaup í Ameríkunni

... ég var samt ekkert úti í Ameríku, en ég hafði burðardýr!
 
Ég ætti kannski að byrja á að vara ykkur við.
 
AÐVÖRUN !!!
 
Þetta er MONTpóstur.
 
Hann er fullur af HÆTTULEGA fallegum og girnilegum föndurvarningi.
 
 
 
Þegar maðurinn minn sá þetta spurði hann mig (raddblær yfirvegaður en kvíðblandinn með örlítilli upphækkun í lok setningar):"Keyptir þú þetta allt?"
Ég: " Nei, ég á hluta, hluta eigum við mæðgur þrjár saman og hluta eiga þær."
Eiginmaður (hættur að halda inni í sér andanum): "já, ok, ég vildi bara spyrja."
 
Þess má geta að pabbi minn sýndi nákvæmlega sömu viðbrögð þegar mamma týndi upp úr töskunum og fyllti heilan kassa af föndurdóti!
 
En þá að góssinu!
 
 
Mynsturgatarar, mig hefur leeeeeengi langað í þessa og nú eru þeir mínir!
 
 
"Embossing folders", plastvasar til þess að gera upphleypt mynstur í pappír með flottu Grand Calibur vélinni minni, hlakka mikið til að nota þessa dásemd!
 

 
Skrapppappír (hvað eru mörg-p í því?)
Ég á svo lítið af pappír (hóst, hóst!) að ég stóðst ekki mátið að kaupa þennan á nokkra dollara.
 
 
Við mæðgur keyptum okkur svo þetta saman, 10 blek í litasetti, áfyllingar á þau og tússpenna í stíl sem hægt er að nota bæði til þess að skrifa og lita á stimplana. Ég hlakka mikið til að prófa þetta og sjá hvort ég spari mér ekki tíma og ergelsi við að finna liti sem tóna vel saman.

 
Og síðast en ekki síst: STIMPLA!
 
 
Sniðugustu stimpla umbúðir sem ég hef séð!
 
 
stimplarnir hver öðrum fallegri
 
 
Ég get varla beðið eftir að byrja nota þessar dásemdir!
 
Engin ábyrgð er tekin á hugsanlegri kaup- og pöntunarsýki sem smitast getur af lestri þessum.
 
 
 
 
 

12.5.13

Mæðradagskort





Til hamingju með daginn allar mömmur!
Í tilefni dagsins skellti ég í kort fyrir tvær framúrskarandi frábærar mömmur, mömmu mína og systur mína.
 Í kortinu fyrir mömmu tókst mér að blanda saman tvennu af því sem er í uppáhaldi þessa stundina; fríu prentefni (e. free printables) og nýju mynsturgöturunum mínum!

 
Af því að það er mæðradagurinn fékk þetta kort að vera bleikt með blómum OG fiðrildum!
 
 
Systir mín fékk svo þetta kort
 
 
Ég valdi þessa mynd af því að mér fannst hún eiga best við mæðginin af þessum þremur frábæru fríu myndum af moodkids:


 
Krúttsprengjan sonur hennar tíndi svo fífla fyrir mömmu sína og gaf með kortinu. Þegar ég spurði hann hvað ég ætti að skrifa fallegt í kortið sagði hann "Ég held að mér þyki mjög vænt um þig" (hann er að uppgötvar ýmsar skemmtilegar sagnir þessa dagana "Ég er að spá í að fara á klósettið"!!!)
 
Svo spurði ég hann hvernig hann vildi skrifa undir kortið og stakk upp á "þinn vinur, Sveinn" eða "þinn sonur, Sveinn" en hann vildi skrifa "sonurinn Sveinn" sem að minnti mig nú bara á Hrútinn Hrein! :-)
 
Ég vona að þið hafið átt notalega mæðradag hvort sem þið fenguð blómvönd og morgunmat í rúmið eða kannski bara knús og að sofa aðeins lengur í morgun.
 
 
 

10.5.13

Myndarammi fyrir lítinn gorm og afmæliskort fyrir prinsessu




Ég verð að byrja á því að afsaka bloggleysið undanfarið, við vorum að koma heim úr annasömu en skemmtilegu ferðalagi um Þýskaland þar sem helstu vinir og vandamenn eiginmannsins voru heimsóttir :-)
Við tókum að sjálfsögðu með gjafir fyrir frændsyskinin, myndarammi með bæn fyrir lítinn 1 árs krúttgorm og svo afmæliskort fyrir 4 ára prinsessu.
 

 
Gormurinn ber stutt en fallegt nafn og mér langaði til þess að gera því hátt undir höfði með fánalengjunni.
 

Hann fékk hraðgert kort með, myndin er af FPTFY, æðisleg eins og allt þaðan!
 
Stóra systirin fékk svo prinsessukort
 

 
 
Þetta er svona "swing-card" eða snúningskort þar sem miðjan snýst við þegar maður opnar það
 
 
 
Best að fara taka upp úr töskunum!