7.4.13

Afmæliskort fyrir 6 ára geimfaraÍ þetta sinn eru það ekki kort og merkimiðar sem að þið getið prentað frítt af netinu heldur eitt heimagert beint frá hjartana fyrir yndislegan 6 ára prakkara
 
 
Stundum er pappírinn svo fallegur að það er best að hafa hann í aðalhlutverkinu

 

 
Til þess að hressa aðeins upp á kortið fengu geimfarinn og vélmennið að hoppa upp þegar kortið var opnað, það vakti mikla lukku hjá afmælisbarninu

 
Aftan á var svo þessi fína eldflaug. Ég var gasalega ángæð með að hafa dottið í hug að gera svona skuggamynd (fylgist svo vel með tískunni sko!) og voðalega montin af þessari fínu eldflaug sem að mér tókst að gera en ein amman í afmælinu skyldi nú lítið af hverju ég væri að búa til bindi úr geimfarapappír...

 
...enda hélt hún á kortinu á hvolfi!
 
 
Hafið það gott um helgina :-)
 

No comments:

Post a Comment