23.4.13

Hún á afmæli í dag!

 
Í dag fagnar litla bloggið mitt fyrsta afmælinu sínu!
 
 
Kærar þakkir fyrir öll innlitin og fallegu athugasemdirnar frá ykkur. Ég gleðst alltaf jafn mikið þegar ég sé að einhverjar líta inn, skilja eftir spor eða segja mér í persónu að þeim líki eitthvað á síðunni minni.
 
Ég settti inn til gamans lista með 10 vinsælustu færslunum hérna til hliðar :-)
 
Spurning um að smella í svona kórónu í tilefni dagsins?
 
 
 

16.4.13

Vor á bakka

 
Íslenska vorið: maður sogast að fallegum og björtum litum og fer að hugsa um sandala, lakkaðar táneglur og jafnvel ís......
Esjan er samt enn með hvíta skotthúfu og það keyrir bíll út götuna á nagladekkjum.
 
 
...



8.4.13

Að gera hús að heimili


Á ferðalagi um veraldarvefinn er maður alltaf að rekast á eitthvað nýtt og skemmtilegt. Í dag rakst ég inn á þessa flottu bloggsíðu og sá þar tvær myndir sem að töluðu til mín og mig langaði að deila með ykkur.
 
Þetta er sú fyrri, stofuborðið er ekki bara til þess að tylla kaffibollum á og hafa punt heldur leikborð barnanna.
 
 
Ég hef einmitt verið að fikra mig í þessa átt með guttanum mínum og hef t.d. meðvitað stillt upp fallegu leikföngunum hans í stofuglugganum í stað puntudóts sem fengi hvort eð er ekki að vera í friði.
 
 
Stundum þarf að minna mann á að hvað það er sem gerir hús að heimili :-)

7.4.13

Afmæliskort fyrir 6 ára geimfara



Í þetta sinn eru það ekki kort og merkimiðar sem að þið getið prentað frítt af netinu heldur eitt heimagert beint frá hjartana fyrir yndislegan 6 ára prakkara
 
 
Stundum er pappírinn svo fallegur að það er best að hafa hann í aðalhlutverkinu

 

 
Til þess að hressa aðeins upp á kortið fengu geimfarinn og vélmennið að hoppa upp þegar kortið var opnað, það vakti mikla lukku hjá afmælisbarninu

 
Aftan á var svo þessi fína eldflaug. Ég var gasalega ángæð með að hafa dottið í hug að gera svona skuggamynd (fylgist svo vel með tískunni sko!) og voðalega montin af þessari fínu eldflaug sem að mér tókst að gera en ein amman í afmælinu skyldi nú lítið af hverju ég væri að búa til bindi úr geimfarapappír...

 
...enda hélt hún á kortinu á hvolfi!
 
 
Hafið það gott um helgina :-)