30.3.13

Páska-frítt-prentefni

Það er kortér í páskadag og auðvitað er ég að vinna í páskaskrauti ennþá, við systkinin ætlum að hafa smá páskaeggjaleit fyrir krakkana okkar. Hérna er smá sýnishorn en meira um þetta síðar!
 
 
 
Ég er að uppgötva hvað það er mikið af fríu fallegu efni á vefnum sem að maður getur prentað út og föndrað úr. Þetta kallast á ensku "free printables", snarað yfir á íslensku gætum við kallað það frítt prentefni :-)
 
Í körfunni hér að ofan er ég að nota hluta af stóru og mjög flottu setti af fríu prentefni sem að þið getið nálgast hér. Það er sko hægt að gera margt úr þessu!
 
 
Ég rakst líka á margt annað fallegt og sniðugt í þessum dúr (vona að ég sé ekki að gera út af við ykkur með þessu, mér finnst þetta bara svo fallegt og sniðugt allt saman!)
 
Eins og þessi dásemd (það lá við að ég tæki andköf:)
Litirnir, dýrin, ó, svo fallegt!
Fleira fallegt úr þessu setti má finna hér.
 
 
Og aðeins gormavænna frá sömu síðu:

 
Fyrir þær sem eru hrifnar af gamaldags þá eru hérna svaka sætir páskamerkimiðar
 
 
Og ef þið viljið vera pottþéttar á smartheitunum klikkar hún Marta náttúrulega aldrei (ó, þessir litir!)
 
 
Jæja, best að halda áfram að undirbúa páskaeggjaleit morgundagsins.
Hafið það sem allra best yfir hátíðisdagana og gleðilega páska!
 
 
 

 
 

2 comments:

  1. Takk fyrir að deila þessu, bleiki rebbinn og dádýrið eru alveg að gera út af við mann með sætheitunum!
    Gleðilega páska :)
    Margrét

    ReplyDelete
    Replies
    1. Segðu, ég var alvarlega að íhuga að prenta þetta út fyrir guttann minn, þegar maður er eins og hálfs er maður ángæður með allar dýramyndir ;-)

      Delete