7.3.13

Fánalengja og girnilegur matur

 
Maðurinn minn hélt "smá" kokteilboð fyrir vinnufélaga sína hérna heima hjá okkur og ég fékk að skreyta smá. Þegar ég var að vinna myndirnar fannst mér samt myndirnar af áhugamannaföndrinu mínu blikna hliðin á matarmyndunum frá atvinnukokkinum þannig að ég vara svanga við myndunum!
 
 
Verulega gómsætir og girnilegir kjúklingaborgarar ásamt beikonvöfðum döðlum

 
Kjötbollur með baunasalati, þetta var uppáhaldið mitt

 
Marineraður kjúklingur, minnir svolítið á broddgölt!
 
 
Meiri kjúklingaborgarar og roastbeefvafið kartöflugratín

 
Hluti af eftirréttunum, kaffimousse og jarðarber með súkkulaði og pistasíuhnetum

....orðnar svangar? Allt í lagi, ég skal láta þetta duga af matarmyndum og sýna ykkur fánalengjuna mína, mér finnst hún voða sæt en hún er hvorki ljúffeng né girnileg :-)
 
 
Málið er að við þurftum að taka niður ljósakrónuna sem að hangir venjulega yfir matarborðinu svo að það væri hægt að hafa hlaðborð...
 
 
...og þá var veggurinn bara auður og hvítur sem var alveg ómögulegt...
(eldvarnarteppið skærrauða telst ekki með, það er of ljótt!)

 
...en fánalengjurnar lífguðu upp á vegginn og buðu fólk velkomið

 
Ég notaði blúndudúllur til þess að skreyta, skyggði aðeins með bleki og skar stafinu út í fínu Grand Calibur vélinni minni

 
Snúran var svo fest á vegginn með límbandi og fánaveifurnar hver og ein með kennaratyggjói

 
Hvað segið´i annars, svangar?
 
 
 
 
 
 
Kokkurinn skellti í handgerða sykurspírala, svona "smá" skraut!

 
tvílit súkkulaðimousse, ójá!
 
Ó afsakið, ég ætlaði ekki að pína ykkur með fleiri matarmyndum, lokið bloggsíðunni og hugsið bara um þessa mynd, það verður enginn svangur á því!
 
 

 
 
 

 

12 comments:

 1. Jiii hvað þetta er girnilegt og fallegt, æðisleg fánalengjan :)

  ReplyDelete
 2. Helene María8/3/13 09:17

  Namminamm! Flott hjón alveg með'etta!

  ReplyDelete
 3. Ummm girnilegur matur. Gastu keypt þessa cutout vél hérna heima?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Alltaf að gaman að sjá nýja lesendur, velkomin :-) Þessi var keypt fyrir mig úti í Kanada en fæst líka hér á landi http://www.fondurlist.is/index.php?target=categories&category_id=1649

   Delete
 4. Glæsileg veisla :)

  ReplyDelete
 5. Æji! Núna verður maður að fara í ísskápinn, og ég veit að það er ekkert svona girnilegt þar :(

  Frábærlega flott hjá ykkur!

  ReplyDelete
 6. Kl hvad a eg ad maeta i bodid?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ah, of seint að bjóða í afganga núna en í sárabætur get ég gefið þér uppskriftin að heimsins bestu súkkulaðimousse http://bullukolla-bullukolla.blogspot.com/2012/04/sukkulaimusuppskriftin-151106.html :-)

   Delete