27.3.13

DIY páskaegg

 
Eins og íslenskum heimilisbloggurum verður tíðrætt um er enginn hægðarleikur að finna fallegt páskaskraut. Ég er aðeins búin að líta í kringum mig í búðum en hef ekki fundið margt fallegt.
Ég átti reyndar alveg svakalega ljót páskaegg og ákvað bara að gera þau falleg!
 
 
smá litablöndun með ódýrri málingu og svo var bara málað
 
 
þegar ég var búin að mála fyrsta eggið hvarflaði að mér að einhvernveginn þyrfti það að þorna; þetta varð lausnin:

 
 
Svona líka ljómandi falleg og fín saman í skál
 
 
kominn smá vorbragur á skenkinn

 
líka fínn bakgrunnur fyrir afmæliskortareddingu á síðustu stundu, þetta er páskasætispjald af nýju uppáhaldssíðunni minni


 

 

1 comment:

  1. Ég á einmitt nokkur ekki svo falleg egg sem myndu nú alveg þola svona yfirhalningu...kemur mjög vel út :)

    Gleðilega páska!
    Margrét

    ReplyDelete