30.3.13

Páska-frítt-prentefni

Það er kortér í páskadag og auðvitað er ég að vinna í páskaskrauti ennþá, við systkinin ætlum að hafa smá páskaeggjaleit fyrir krakkana okkar. Hérna er smá sýnishorn en meira um þetta síðar!
 
 
 
Ég er að uppgötva hvað það er mikið af fríu fallegu efni á vefnum sem að maður getur prentað út og föndrað úr. Þetta kallast á ensku "free printables", snarað yfir á íslensku gætum við kallað það frítt prentefni :-)
 
Í körfunni hér að ofan er ég að nota hluta af stóru og mjög flottu setti af fríu prentefni sem að þið getið nálgast hér. Það er sko hægt að gera margt úr þessu!
 
 
Ég rakst líka á margt annað fallegt og sniðugt í þessum dúr (vona að ég sé ekki að gera út af við ykkur með þessu, mér finnst þetta bara svo fallegt og sniðugt allt saman!)
 
Eins og þessi dásemd (það lá við að ég tæki andköf:)
Litirnir, dýrin, ó, svo fallegt!
Fleira fallegt úr þessu setti má finna hér.
 
 
Og aðeins gormavænna frá sömu síðu:

 
Fyrir þær sem eru hrifnar af gamaldags þá eru hérna svaka sætir páskamerkimiðar
 
 
Og ef þið viljið vera pottþéttar á smartheitunum klikkar hún Marta náttúrulega aldrei (ó, þessir litir!)
 
 
Jæja, best að halda áfram að undirbúa páskaeggjaleit morgundagsins.
Hafið það sem allra best yfir hátíðisdagana og gleðilega páska!
 
 
 

 
 

27.3.13

DIY páskaegg

 
Eins og íslenskum heimilisbloggurum verður tíðrætt um er enginn hægðarleikur að finna fallegt páskaskraut. Ég er aðeins búin að líta í kringum mig í búðum en hef ekki fundið margt fallegt.
Ég átti reyndar alveg svakalega ljót páskaegg og ákvað bara að gera þau falleg!
 
 
smá litablöndun með ódýrri málingu og svo var bara málað
 
 
þegar ég var búin að mála fyrsta eggið hvarflaði að mér að einhvernveginn þyrfti það að þorna; þetta varð lausnin:

 
 
Svona líka ljómandi falleg og fín saman í skál
 
 
kominn smá vorbragur á skenkinn

 
líka fínn bakgrunnur fyrir afmæliskortareddingu á síðustu stundu, þetta er páskasætispjald af nýju uppáhaldssíðunni minni


 

 

19.3.13

Ofurkrúttað

Ég er að vinna í smá verkefni, tók smá pásu á meðan málingin er að þorna til þess að rétt kíkja ofurlítið í tölvuna, datt alveg óvart inn á Pinterest og bara verð að deila þessum ofurkrúttheitum með ykkur áður en ég get málað aðra umferð!
 
 
Hversu sætir eru þessir merkimiðar? Of sætir!
 
Þessir eru ekki minna sætir og henta vel þessum bambaóðu :-)
 
 Þessir eru líka flottir, henta fyrir alla og augljóslega allar árstíðir
 
 
 
 
Og í lokin þessir ofurkrúttuðu límmiðar (eða hvað sem maður vill nota þessa sætu myndir í!)
 
Eins og með allt svona sem að fólk birtir ókeypis á netinu er það eingöngu ætlað til einkanota, mér finnst mikilvægt að virða það og vona að þið séuð sammála mér :-)

 

 
 

Lítill pappírsdúlla

 

 
 getur gert gæfumuninn!

 
 

16.3.13

Smá vor í kotið

 

 
Smellti smá vori á matarborðið

 
einfalt kertaglas, smá gulur borði og gult sprittkerti

 
Svo förum við litli gutti auðvitað út að leika í góða vorveðrinu
(spurning hvort snæhvít Esjan teljist vorleg?)
 

7.3.13

Fánalengja og girnilegur matur

 
Maðurinn minn hélt "smá" kokteilboð fyrir vinnufélaga sína hérna heima hjá okkur og ég fékk að skreyta smá. Þegar ég var að vinna myndirnar fannst mér samt myndirnar af áhugamannaföndrinu mínu blikna hliðin á matarmyndunum frá atvinnukokkinum þannig að ég vara svanga við myndunum!
 
 
Verulega gómsætir og girnilegir kjúklingaborgarar ásamt beikonvöfðum döðlum

 
Kjötbollur með baunasalati, þetta var uppáhaldið mitt

 
Marineraður kjúklingur, minnir svolítið á broddgölt!
 
 
Meiri kjúklingaborgarar og roastbeefvafið kartöflugratín

 
Hluti af eftirréttunum, kaffimousse og jarðarber með súkkulaði og pistasíuhnetum

....orðnar svangar? Allt í lagi, ég skal láta þetta duga af matarmyndum og sýna ykkur fánalengjuna mína, mér finnst hún voða sæt en hún er hvorki ljúffeng né girnileg :-)
 
 
Málið er að við þurftum að taka niður ljósakrónuna sem að hangir venjulega yfir matarborðinu svo að það væri hægt að hafa hlaðborð...
 
 
...og þá var veggurinn bara auður og hvítur sem var alveg ómögulegt...
(eldvarnarteppið skærrauða telst ekki með, það er of ljótt!)

 
...en fánalengjurnar lífguðu upp á vegginn og buðu fólk velkomið

 
Ég notaði blúndudúllur til þess að skreyta, skyggði aðeins með bleki og skar stafinu út í fínu Grand Calibur vélinni minni

 
Snúran var svo fest á vegginn með límbandi og fánaveifurnar hver og ein með kennaratyggjói

 
Hvað segið´i annars, svangar?
 
 
 
 
 
 
Kokkurinn skellti í handgerða sykurspírala, svona "smá" skraut!

 
tvílit súkkulaðimousse, ójá!
 
Ó afsakið, ég ætlaði ekki að pína ykkur með fleiri matarmyndum, lokið bloggsíðunni og hugsið bara um þessa mynd, það verður enginn svangur á því!