28.2.13

Uglulímmiðar og nostalgía

 
Enn og aftur fáið þið að kíkja á herbergi litla guttans. Annar helmingurinn er þakinn IVAR hillusamstæðu, efri hlutinn er fyrir allskonar ýmislegt frá okkur foreldrunum en neðri hlutinn er fyrir litla guttann.
 
 
Það er þétt raðað í efri hluta hillurnar eins og glittir í á þessari mynd og þess vegna áttum við ekki nóg af hillubrettum fyrir neðri hlutann. Því er hluti hillurnar með svona stóru "gati" en það kemur ekki að sök, litla guttanum finnst mikið sport að tylla sér þarna og glugga í bók.
 
 
Um daginn bættust uglulímmiðarnir svo við og vöktu mikla lukku, eitt af uppáhalds lögunum okkar er nefnilega um uglu sem að segir ú ú, ú!
 
 
Hérna fá kort með myndum af frændsystkinum að njóta sín

 
Svo verð ég bara að sýna ykkur þessa gersemi, gömul Fisher Price spiladós. Ég hafði pakkað henni niður með dúkkudótinu mínu, enda nauðsynlegt fyrir góða dúkkumömmur að hafa spiladós við höndina fyrir börnin. Hún var alveg heil en núna sér á henni eftir flugferð í boði litla guttans.

 
Sé rýnt vel í textann má lesa að spilaverkið var framleitt í Sviss en spiladósin sjálf í Bretlandi, í þá gömlu góðu daga...
 
 
Ég læt þetta duga af uglum og nostalgíu í bili!
 

 

 

5 comments:

  1. Kósí hjá litla manninum þínum og spiladósin er æði, elska svona nostalgíu dót :)

    ReplyDelete
  2. ohh ég er svo veik fyrir uglum líka, finnst þær mega sætar. tala nú ekki um svona gamalt góss, sá einmitt hjá Snúðum og snældum að þar er hægt að kaupa gömlu fisher price leikföng eins og útvarpið eins og ég átti.... #langarí

    ReplyDelete
  3. En fallegir litir :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Alltaf gaman að sjá nýja lesendur detta hingað inn, velkomin! sé líka að mér líst vel á bloggið þitt! :-)

      Delete
  4. Anonymous16/8/13 15:15

    Æðislegt herbergi en hvar fékkstu þessa æðislega fallegu uglulímiða

    ReplyDelete