4.2.13

Slóð fiðrildanna

 
 
 
 
Það er kominn tími til þess að gera herbergi litla mannsins vistlegra. Við vorum búin að útbúa mjög notalegt horn fyrir hann í svefnherberginu hjá okkur en í sumar flutti hann yfir í barnaherbergið og ég var bara ekkert búin að gefa mér tíma til þess að dúlla aðeins við það. En nú skal úr því bætt!
 
 
Hornið hans í svefnherberginu okkar
 
Ég hef lengi hugsað mér að setja fiðrildi á vegginn en eftir að ég sá svona nýlega bæði hjá Dossu og MaS systurum ákvað ég að drífa í þessu.
 
Ég kíkti líka aðeins á Pinterest til þess að fá aðeins meiri innblástur og ákvað að ég vildi hafa fiðrildin misstór og mislit (en ekki misheppnuð!).
 
Þannig að ég notaði ekki fiðrildagatarann minn góða heldur fann fiðrildamyndir á Pinterest, notaði þær sem skapalón og klippti út heilan helling af fiðrildum.
 
 
Ég notaði sama pappír og ég notaði í rammann hans
 
 
og á stafinn hans
 
 
Þetta er "fyrir" myndin
 
 
Mikið af auðu veggplássi
 
Þá er það "eftir" myndin
 
 
Falleg og litrík fiðrildaslóð komin á vegginn
 
 
Ég átti nokkur afgangsfiðrildi og setti þau fyrir ofan hurðina á hinum enda herbergisins
 
 
Fara vel saman, ramminn og fiðrildaslóðin
 
 

Mikilvægast af öllu eru auðvitað að litla guttanum líst vel á, hann bendir á veggina og segir "mah!" með bæði undrun og velþóknun :-)
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 

11 comments:

  1. Ouwwwwwww....krúttaralegast í heimi.is :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mikið þykir vænt um að "heyra" það :-)

      Delete
  2. Virkilega fallegt herbergi, margar skemmtilegar hugmyndir. Fiðrildaslóðin er æðisleg, við mæðgur eru líka búnar að vera á fullu að klippa út fiðrildi. Hvar fékkstu svona "H"?
    Bestu kveðjur

    ReplyDelete
    Replies
    1. Kærar þakkir! H-ið er keypt í Tiger fyrir svona ári síðan, voru til svona úr pappa, ég málaði það hvítt :-)

      Delete
    2. Það kemur rosa vel út svona :) Takk fyrir

      Delete
  3. Svakalega vel heppnað hjá þér, lífgar ekkert smá upp á!

    kk Kikka

    ReplyDelete
  4. Anonymous5/2/13 21:10

    Skemmtileg fiðrildi :) og fallegt herbergi
    kv.
    Halla

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það, mér þykir svo vænt um öll "komment" sem að ég fæ :-)

      Delete