23.2.13

Myndaveggur

Eins og öðrum litlum börnum finnst guttanum mínum skemmtilegast að skoða myndir af sjálfum sér. Það er oft svo notalegt hjá okkur að setjast niður saman og skoða myndirnar á heimasíðunni hans. Næst skemmtilegast er að skoða myndir af fólkinu sínu, M&P, ömmum og öfum, frændum og frænkum.
Því fannst mér tilvalið að skella nokkrum myndum af litla manninum með fólkinu sem að stendur honum næst á vegginn fyrir ofan rúmið hans.
 

 
Af því að þetta er fyrir ofan rúmið fannst mér rammar ekki henta en ákvað að prófa Washi teip og finnst það koma ágætlega út. Ég er svona sæmilega ángæð með límböndin, finnst þessi mynstruðu ekkert sérstök en það var lítið til að límböndum í þessum litum, en mikið úrval af allskonar blóma bleikum dúllulímböndum!
 
 
Þetta er ekkert sem að heldur að eilífu og guttinn er þegar byrjaður að toga aðeins í og rífa myndirnar en það er allt í lagi, þá er hægt að skipta myndum út. En hann elskar þennan myndavegg, bendir á myndirnar og ég á að segja hverjir eru með honum á myndinni.
 
Smátt og smátt er að koma eitthvað á veggina hjá litla manninum og herbergið hans að verða hlýlegra.
 
Fyrir nokkrum vikum:
 
 
Núna:
 
 
Allt í áttina...

No comments:

Post a Comment