3.2.13

Glasapælingar

Fór í hádegishitting til góðrar vinkonu og fékk að sötra sódavatn úr
fínu nýju Iittala Lempi glösunum hennar.
Svo ótrúlega sniðug og smart glös sem eru ætluð fyrir næstum allt; vatnið, gosið, vínið og bjórinn. Ekki spillir fyrir að það er hægt að stafla þeim og þau fást í nokkrum litum.
 

 

 
.
 
Ég hafði einmitt verið að skoða svipuð glös nokkrum dögum áður, tja, bara í öðrum verð -og gæðaflokki! Þau fást reyndar í mismunandi stærðum en ég myndi vilja bara eina stærð og nota það sem svona alt-muligt-glas. Þessar tvær tegundir höfða sterkt til mín, smá rómantík í þeim:
 
 
France, fallegt!
 
 
Ana, sérlega fallegt!
 
Auðvitað er líka hægt að fá svona snilldarglös í IKEA
 
 
Barsk er einmitt líka hægt að stafla eins og Iittala Lempi glösunum.
 
Mig vantar reyndar ekkert glös, á fullt af fallegum vínglösum úr Blaclocka línunni frá Dúka og finnst þau undurfögur. Ég verð að sýna ykkur betri mynd af þeim við tækifæri.
 
 
Ég er líka búin að finna hvaða hversdagsglös henta mér og mínum best (og er að losa mig smátt og smátt við gamla blandaða samtíninginn). Mér finnst þessi bara svo sígild, þægileg og mátuleg eitthvað í eldhúsið.
 
Duralex Picardie
Við eigum minnstu glösin fyrir litla guttann og svo "venjulegu" stærðina.
 
 
Hérna fengu þau að njóta sín síðast liðið sumar
 
Maðurinn minn vildi líka fá þessa stærð, tekur hálfan lítra, svona sjónvarpsvæn stærð.
 
Meira var það ekki af glösum í bili ;-)
 

 
 
 
 
 


 

3 comments: