21.1.13

Vetur á stigaganginum

 
Kominn tími til að sýna ykkur stigagagninn hjá mér enn einu sinni, en með dálitlu glænýju í þetta sinn!
 
 
Garðstóllinn góði er farinn í vetrarfrí en í hans stað er kominn þessi flotti sleði. Þessi er sko alvöru, maðurinn minn átti hann þegar að hann var strákur. En þar sem litli guttinn minn er enn of lítill fyrir svona eðalgræju fæ ég bara að nota hann upp á punt!
 
 
splæsti loksins í þessa Ikea lugt á útsölunni, er búinn að dást að henni síðan í haust
 
 
Fékk lánaðan þennan mjólkurbrúsa frá mömmu,
hún á nóg af svona gömlu góssi og ég nýt góðs af því


 
 Vettlingar sem að eru enn of stórir á litla guttann en liturinn fer vel við lugtina
(auðvitað prjónaði mamma mín þessa fínu vettlinga)
 

 
Síðast en ekki síst þessi yndislegu barnastígvél, af einhverju okkar systkinanna, einnig góss frá mömmu (allt í lagi mamma, þessi færsla er hér með tileinkuð þér!)
Ætli þau séu ekki á fertugsaldrinum þessi, gúmmíið er orðið grjóthart. Litli guttinn minn skilur ekkert í því, honum finnst svo gaman að fara sjálfur í stígvél og skilur ekkert í því hvað þessi stígvél eru stíf og leiðinleg, svo ekki sé minnst á hvað mamma hans verður leiðinleg, hann ætlar jú bara rétt að máta þessi fínu stígvél....
 
 
Það er allavegana óhætt að segja að það sé viðeigandi vetrarstemning á stigaganginum á þorra
 
 
 

6 comments:

 1. vá þessi sleði er æðislegur :)

  ReplyDelete
 2. En skemmtileg uppsetning, sleðinn er æðislegur og stemmningin er bara þannig að manni langar að skella sér í sleðaferð :)

  Bestu kveðjur
  Margrét

  ReplyDelete
 3. súper krúttleg vetrarstemning!

  ReplyDelete
 4. Ég þakka kærlega fyrir þann heiður að vera með tileinkaða síðu hjá Rósum og Rjóma. Takk Takk

  ReplyDelete
 5. Þetta er ÆÐISLEGT. Finnst þetta fallegasta "inngangs"uppstilling sem ég hef séð.

  ReplyDelete