18.1.13

Öll dýrin í skóginum í afmæli

 
Guðsonur minn átti 4 ára afmæli og þar sem foreldrar hans og hann eru nýflutt og ekki búin að koma sér almennilega fyrir fékk ég að vera gestgjafinn. Mig langaði til þess að gera svolítið fínt fyrir hann og byrjaði á að skella veifunum úr afmæli litla guttans míns upp.
 
 
Ótrúlega löng veifulengja sem dugði yfir alla stofuna og loksins komu ekki -svo-fallegu- stofuljósin mín að góðum notum.
 
Veifur í stofunni, blöðrur á stigaganginn... mig langaði til þess að bæta einhverju smááá við....
 
 
 
svona eins og einum skógi og íbúum hans í eldhúskrókinn!
 
Afmælisbarnið er mjög hrifið af Dýrunum í Hálsaskógi og því fannst mér tilvalið að bjóða Mikka ref og hinum skógardýrunum í afmælið.
 
Með aðstoð Ellinée
Woodland Birthday Party Printables
 
og prentarans míns spruttu Hálsaskógur og íbúar hans upp.
 
 
Mikki refur
 
 
hmm, var engin kanína í Hálsaskógi?
 
 
Litli bangsastrákurinn sem átti að selja í sirkus
og svo var líka ugla sem að sést hérna á afmæliskökunni (muniði, hún reyndi að borða ömmu mús!)
 
 
Í settinu er líka skraut til þess að setja utan um bollakökur (eða möffins eða múffur eða hvað sem þið kallið það!) og það vildi svo heppilega til að það passaði fullkomlega utan um ljósin á ljósakrónunni.
Það sést vel á þessari mynd.
 
 
Mér fannst ljósakrónan þola meira skógarfjör þannig að ég náði í fiðrildamynsturgatarann minn góða og smellti í nokkur fiðrildi (ég notaði pappír úr settinu og svo fann ég þennan bláa hér, prentað báðu megin á blaðið)
 
 
 
 
 
 
 
Síðast en ekki síst kom skógur á vegginn við borðsendann og svo flögruðu fiðrildi um allt eldhúsið
 
 
Þessi hagnýta en ljóta innstunga er við borðsendann. Ég hef oft pirrað mig á henni en ég held að það hafi bara verið ágætislausn að setja bangsa litla þarna, eins og hann sé inni í helli.
 
 
Afmælisbarnið var ánægt með skógarafmælið og litli guttinn minn þreyttist seint á því að dást að veifunum og skógardýrunum við matarborðið.
 
 

6 comments:

  1. mjög flott, það er svo gaman að vera með barnaafmæli.... styttist í næsta hjá mér. Frosti er í mars og ég er að byrja að plana ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. skil þig vel, mér fannst algjör bónus að fá að halda barnafmæli fyrir frændann :-)

      Delete
  2. Vá hvað þetta er flott hjá þér, ævintýralegt! :)

    Bestu kveðjur
    Margrét

    ReplyDelete
  3. Glæsilegt hjá þér kemur mjög skemmtilega út

    ReplyDelete