12.1.13

Forstofan í janúar

 
Jólaskrautið komið ofan í kassa og þá er að draga upp eitthvað annað fínerí. Ég ákvað að hafa lavender- þema í forstofunni þó það sé nú kannski ekkert sérstaklega vetrarlegt.
 
 
 
 
 
 
Hérna eru nýju rammarnir í forstofunni sem að ég var ekki búinn að sýna ykkur. Í svörtu römmunum eru myndir af guttanum mínum og ég skipti um myndir í hvítu römmunum eftir árstíðum. Lavender myndirnar fann ég á netinu hér og hér (vel þess virði að kíkja á þessar síður ef þið þekkið þær ekki nú þegar!)
 
 
 
 
Lavendar er afar fallegur og ilmar svo vel. Ég smellti nokkrum dropum af ilmolíu, ég veit að þið finnið ilminn líka svona rafrænt.
 
 
 
 

5 comments:

 1. Takk fyrir kommentið, okkur systrum finnst alltaf gaman að kynnast nýjum íslenskum bloggum og að sjálfsögðu ert þú kominn á lista yfir skemmtileg blogg :)
  Kveðja mAs systur

  ReplyDelete
 2. Ofurfallegt og sætt allt saman hjá þér! Alltaf svo gaman að skreyta þegar búið er að koma jólaksrautinu afsíðir og þrífa :)

  bk Kikka

  ReplyDelete
 3. ohh ég elska lavender, lyktin er svo góð. þetta kemur rosalega vel út hjá þér og það er nú allt í lagi þó þetta sé ekki vetrarlegt ;)

  ReplyDelete
 4. Mmm lavender..þarf að ná mér í ilmolíu:-)
  Yndislega sætt hjá þér!

  Kv. Erla
  heimadekur.blogspot.com

  ReplyDelete