7.1.13

Afmæliskort og nafnaveifur

 
Fyrir nokkrum mánuðum fékk 5 ára gormur nafnaveifur í afmælisgjöf. Við það tækifæri óskaði bróðir hans eftir að fá alveg eins þegar hann ætti afmæli. Um helgina var komið að því að efna loforðið og ég settist niður (á síðustu stundu eins og vera ber) og gerði nafnaveifur fyrir afmælisbarnið!
 
 
Fyrst er að skera úr veifurnar

 
prenta úr og líma stafina á hverja veifu

 
líma allt á grófa snúru
 
 
og tadaaaa, þá eru komnar þessar fínu nafnaveifur eða "garland".
(afsakið myndgæðin, ég steingleymdi að taka mynd, þessi er tekin á síma í afmælinu)
 
 
 
 
það varð auðvitað að vera kort í stíl
(og ég varð að vígja nýju ómótstæðilegu skógardýra stimplana mína!)


 
svona var kortið innan í, uppskrift af "boosti" sem að afmælisbarnið biður alltaf um þegar hann kemur í heimsókn til mín. Síðast þegar hann kom notaði hann þetta flotta orð "morgunverðardrykkur" ég varð auðvitað að skrifa það! 
 
 
Þannig var nú það :-)

1 comment:

  1. Falleg blogg síða, ég er voða hrifin af svona "garland" og nú styttist í að ég fari að halda barna afmælis :)
    Bestu kveðjur Stína mAs

    ReplyDelete