4.1.13

Á nýju ári....

...er við hæfi að byrja á því að óska gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samfylgdina á því gamla. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til þess að líta hingað inn og sérstakar þakkir fyrir allar fallegu athugasemdirnar.

Í gær tók ég myndir af jólaskrautinu þetta árið (mjöööög tímanlega) og þar sem ég ætla að taka það niður á morgun ætla ég ekkert að sýna ykkur myndir af því heldur af tveimur ofur litlum en sérlega praktískum lausnum.

Sú fyrri er fyrir baðleikföng litla guttans, en þau voru orðin heldur fyrirferðarmikil fyrir minn smekk.

 
Uppröðuð á baðkarsbrúninni svo að þau næðu að þorna og líka í hrúgu ofan í baðkarinu.......

 
Öll leikföngin saman komin í netaþvottapoka, fyrirferðalítið, fljótlegt og nær að þorna vel!
 
 
Seinni lausnin er úr smiðju klára eiginmannsins míns.
Við gáfum ömmum&öfum svona fín dagatöl með myndum af litla guttanum í jólagjöf, og létum auðvitað gera eitt fyrir okkur líka því að svona litlir guttar vita fátt skemmtilegra en að skoða myndir af sjálfum sér.
 
 
Svo þurfti að finna veggpláss fyrir dagatalið og maðurinn minn stakk upp á þessum "vegg" í eldhúsinu. Ég sá fyrir mér að hann vildi negla í innréttinguna (okkur langar í nýja innréttingu, en kannski of langt gengið að skemma hana vísvitandi með naglaförum) en hann var með létta lausn á þessu:

 
Nagla og nælonþráð í dagatalið

 
sem að er svo fest með öðrum nagla ofan á innréttingunni.
Snjallt, ekki satt?

2 comments:

  1. Snjallar lausnir! :-) Var að uppgötva bloggið þitt í dag, hlakka til að fylgjst með í framtíðinni!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Helga Lind, ég fylgist með þínu, svo margt sniðugt og fallegt hjá þér!

      Delete