22.12.12

Jólagjafaóskalistinn

Kortér í jól, ég er loksins búin að skreyta og senda jólakortin þannig að ég ákvað að leyfa mér að setjast niður og birta hérna inn lista af fallegum hlutum sem að ég væri til í að eiga eða gefa litla prakkaranum mínum. Þetta er allt í flokknum "bráðnauðsynlegur óþarfi", ég þarf auðvitað ekkert á þessu að halda og óska mér og öllum hinum auðvitað allra helst ástar, friðar og kærleika á jólunum.
 
En þá að bráðfallega óþarfanum!

 
fallegir hlutir eins og kökudiskar og glerkúplar, ahhhh
 
 
eða svona skilti, ég á bara eitt, það er alveg pláss fyrir fleiri!
 



eða þessar dásemdarvörur frá Ib Laursen, ó mig langar í!





 
Núna veit ég að þið eruð orðin veikar af óþarfaþrá eins og ég, þessar Nordal vörur, pjúff!



Úr allt annarri átt en samt líkar mér Kastahelmi línan frá Ittala
 

 
Ég gæti líka alveg hugsað mér að setja svona fallegt skartgripatré á náttborðið eða spóka mig með svona dásamlegt hálsmen.
 
Af því að ég á lítinn eins og hálfs árs prakkara eyði ég sennilega meiri tíma í að skoða fallega hluti handa honum en handa mér eins og þetta:
 
 
Wheely Bug sem að fást núna aftur hérna á klakanum

 
í sömu verslun fást líka þessir ó svo fallegu vegglímmiðar, já takk!







 
og þessi hriiiiiikalega sætu og skemmtilegu dýr. Ég dregst venjulega að tréleikföngum og þessi eru í algjöru uppáhaldi núna, ég er alltaf að reyna láta mér detta í hug afsökun svo að ég geti farið og keypt fleiri, haha! (fást  líka í Barnasmiðjunni á betra verði!)

Ég eins og allir hinir er meira en lítið skotin í gömlu Fisher Price leikföngunum sem að eru nú endurframleidd, mig langar í þessa spiladós því að hún var til heima hjá mér!
 



yndislegar, ljúfar og skemmtilegar barnabækur, ég á erfiðara með að standast þær ern allt ofantalið, þetta er lítið sýnishorn af því sem að ég gæti hugsað mér að bæta við safnið!


2 comments:

  1. Islensku dyrin....Klassi!

    ReplyDelete
  2. æ hvað það var gaman að sjá þetta allt saman, takk fyrir að deila þessu með okkur! Svona spiladós áttu tvær vinkonur mínar og þær voru bara algjör draumur :)

    Kær kveðja,
    Kikka

    ReplyDelete