9.12.12

Jól á stigaganginum

Þá er ég loksins byrjuð að dreifa jólunum hér um íbúðina en í dag ætla ég að sýna ykkur hvað ég hef gert fyrir utan íbúðina, á stigaganginum.
Mér finnst svo notalegt að hafa smá skraut og dúllerí þar til þess að bjóða fólk velkomið (því að stigagangar í fjölbýlishúsum eru sjaldnast mikið augnayndi!).
 
Í fyrra var stemningin nokkuð hefðbundin:
 
 
Jóladyramotta og krans með rauðum berjum, könglum og greni
 
 
og rautt jóladúllerí, jólaepli og sænsk ættaðir geithafrar
 
Í ár var þetta hrikalega krúttlega jólatré af jólamarkaðnum við Elliðavatn byrjunin að jóladúlleríinu
 
 
Svona lítil tröpputré (og líka enn minni og krúttlegri) fást á markaðnum, margar tegundir af grenitrjám, til styrktar skógræktarfélagi Reykjavíkur
 
 
tröpputréð er í aðalhlutverki í ár
 
 
og aukaleikarar eru fallegt skraut
 
eins og vírkarfan góða, núna fyllt með eplum og könglum
 
 
Ég lenti í smá vandræðum með hurðakransinn, því að mér fannst þessi rauði sígildi bara alls ekki passa við...
 
 
Sem betur fer datt ég niður á þennan krans fyrir 500 kall
 
 
með smá búti af grænum borða, snjókorni og litlum fugli er hann orðinn að fyrirtaks hurðakransi
 
 
ein mynd af heildinni
 
Mér fannst gaman að breyta svolítið til og hafa engan rauðan lit í ár á stigaganginum (handriðið er alveg nóg!). En það er sko nóg af rauðu í íbúðinni, vonandi koma myndir af því fljótlega!

 
 
 


3 comments:

  1. Kransinn er sjuklegur....fuglinn er bjuti lika...

    ReplyDelete
  2. En hvað þetta er fallegt, jólatréið er æði! :)

    ReplyDelete
  3. alltaf gaman að jólast, kransinn er rosalega flottur :)

    ReplyDelete