15.11.12

Jólakúla með handarfari

Einhvern tímann vistaði ég þessa fallegu mynd og flottu hugmynd hjá mér á tölvuna
 
 
Ég hef síðan séð þessa mynd víða og datt í hug að sýna ykkur mína útgáfu
 
 
Þetta er handarfarið af litla gorminum mínum fyrir jólin í fyrra, þá um fimm mánaða gömlum. Ég notaði jólaplastkúlur úr Ikea (þær brotna ekki auðveldlega) og svo bara akrýl málingu úr Sösterne. Barnið steinsofandi fékk málingu á hendina sem að foreldrarnir hjálpuðust að við að klína svo fallega á jólakúlu, sem að gekk misvel, en sumar heppnuðust fullkomlega eins og þessi á myndinni.
 
Málingin er nokkuð fljót að þorna og því þarf maður að vera frekar snöggur og gott að jólakúlurnar eru ódýrar, nokkrar lentu í plastendurvinnslukassanum!
 
Ef þið eruð að gera þetta við svona lítil kríli látið þið ekki hvarfla að ykkur að gera það án aðstoðar, við vorum tvö og enduðum með slatta af málingarslettum, hálfgerð synd að það skuli ekki vera til mynd af öllu stússinu!
 
P.S. Góð jólagjafahugmynd fyrir ömmur og afa!
 
 

3 comments:

  1. Love It! Man MJOG vel eftir thegar vid ungu hjonin vorum ad vesenast med gips i dollu fyrir sirka 20 arum ad reyna na handarfari af frumburdinum okkar henni Karitas! Good ole times....

    ReplyDelete
  2. Svo krúttlegt, létum börnin í leikskólanum mínum gefa foreldrum sínum svona ein jólin og féll það í góðan jarðveg :)
    Kveðja Guðný Björg :)

    ReplyDelete