1.11.12

Einn rammi...

...getur sko breytt heilmiklu! Ég er aðeins að nostra við forstofuna mína og datt skyndilega í hug um daginn að þar vantaði fleiri myndir á veggina, núna skil ég bara ekki af hverju mér datt þetta ekki fyrr í hug!
 Fyrir: ósköp venjulegir snagar (með óvenju uppstilltum yfirhöfnum)
 
 
 Eftir: búið að bæta einum myndaramma við
 
 
Gerir gæfumuninn!
 
 
Myndir af litlu fjölskyldunnni og falleg orð
 
 
Textinn er fenginn af þessari mynd sem er héðan
 
 
Ég hefði nú bara notað þessa mynd en hún sneri ekki rétt fyrir rammann og því náði ég bara í stafrænan skrapp pappír (hvað eru mörg p í því?!?), smellti honum inn í Picasa og splæsti í texta, tilbúið!
 
 
 
 
 

5 comments:

  1. Mjög flott og gerir mikið ;)

    ReplyDelete
  2. Geggjað fínt :) Þetta eru alltaf litlu punktarnir sem gera punktinn yfir i-ið!

    ReplyDelete
  3. ótrúlegt hvað einn hlutur getur breytt miklu, kemur miklu betur út :)

    ReplyDelete