20.11.12

Jólamerkimiðar

Það er farið að síga á seinni hlutann í nóvember, þá má nú alveg koma smá jólatengt, er það ekki!?!
 
Ég rakst á þessa ofursætu merkimiða til þess að prenta út á vafri mínu um veraldarvefinn og datt í hug að þið gætuð líka haft gagn og gaman af þeim:
 
Printable Wooly Woodland Christmas Gift Tags
 
ó svo sæt skógardýr á sæta pakka
 
DIY Country Christmas Gift Tags
 
og þessir merkimiðar ekki síðri í afar fallegum jólalitum.
 
Þessar dásemdir (og maaaaaargt annað fallegt!) má finna hér, fríkeypis!
 

15.11.12

Jólakúla með handarfari

Einhvern tímann vistaði ég þessa fallegu mynd og flottu hugmynd hjá mér á tölvuna
 
 
Ég hef síðan séð þessa mynd víða og datt í hug að sýna ykkur mína útgáfu
 
 
Þetta er handarfarið af litla gorminum mínum fyrir jólin í fyrra, þá um fimm mánaða gömlum. Ég notaði jólaplastkúlur úr Ikea (þær brotna ekki auðveldlega) og svo bara akrýl málingu úr Sösterne. Barnið steinsofandi fékk málingu á hendina sem að foreldrarnir hjálpuðust að við að klína svo fallega á jólakúlu, sem að gekk misvel, en sumar heppnuðust fullkomlega eins og þessi á myndinni.
 
Málingin er nokkuð fljót að þorna og því þarf maður að vera frekar snöggur og gott að jólakúlurnar eru ódýrar, nokkrar lentu í plastendurvinnslukassanum!
 
Ef þið eruð að gera þetta við svona lítil kríli látið þið ekki hvarfla að ykkur að gera það án aðstoðar, við vorum tvö og enduðum með slatta af málingarslettum, hálfgerð synd að það skuli ekki vera til mynd af öllu stússinu!
 
P.S. Góð jólagjafahugmynd fyrir ömmur og afa!
 
 

1.11.12

Einn rammi...

...getur sko breytt heilmiklu! Ég er aðeins að nostra við forstofuna mína og datt skyndilega í hug um daginn að þar vantaði fleiri myndir á veggina, núna skil ég bara ekki af hverju mér datt þetta ekki fyrr í hug!
 Fyrir: ósköp venjulegir snagar (með óvenju uppstilltum yfirhöfnum)
 
 
 Eftir: búið að bæta einum myndaramma við
 
 
Gerir gæfumuninn!
 
 
Myndir af litlu fjölskyldunnni og falleg orð
 
 
Textinn er fenginn af þessari mynd sem er héðan
 
 
Ég hefði nú bara notað þessa mynd en hún sneri ekki rétt fyrir rammann og því náði ég bara í stafrænan skrapp pappír (hvað eru mörg p í því?!?), smellti honum inn í Picasa og splæsti í texta, tilbúið!