30.10.12

Stráka afmæliskort

Datt í hug að sýna ykkur tvö afmæliskort, bæði fyrir sama gorminn, bara með árs millibili.
 
Í fyrra fékk hann svona kort:
 
 
Kort gerast nú ekki mikið einfaldari en þetta, en þessi kúrekapappír er bara svo dásamlegur að hann varð að fá að njóta sín.
 
Núna er gormurinn orðinn ári eldri og voða hrifinn af slökkviliðsmönnum
 
 
Innan í pakkanum leynast bækur, þar af ein um Bóbó bangsa og slökkviliðið
 
 
ein nærmynd svo að þið sjáið hvað Nestabilities skurðarmótin gera fallega hluti
 
Annars þykir mér voða vænt um allar heimsóknirnar hingað á síðuna, gaman að þið skulið gefa ykkur tíma og líta hingað inn :-)
 
 

No comments:

Post a Comment