18.10.12

Speaking words of wisdom...

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að núna er agalega smart að hafa bókstafi út um allt heima hjá sér og allskonar fleyg og falleg orð á litlum skiltum, á veggjum og bara alls staðar. Bókaorminum mér finnst það æðislegt! Afskaplega fallegt og svo gefandi að vera umvafinn fallegum orðum.
Þetta varð innblástur að svona persónulega hlutanum af afmælisgjöfum fyrir tvær afar góðar og indælar vinkonur mínar. Innblásturinn kom frá þessum myndum:
 
 
Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvaðan ég hef þessa mynd, vistaði hana á tölvunni fyrir nokkru síðan því að mér fannst svo gaman að rekast á eitthvað á okkar ástkæra ylhýra.
 
 
og svo rakst ég á þessu frábæru útgáfu á fésbókarsíðu Púkó&Smart.
 
Samansoðið varð þetta að:
 
 
 já, já, svona er ég nú klár í Word, hohoho!
 
 
og líka í bláu, tekur sig vel út á bakkanum í kvöldsólinni
 
 
og þegar maður er búinn að eyða allt of löngum tíma í að eiga við prentarann og taka myndir (af myndunum, haha) með litla snúðinn á handleggnum er þetta fljótleg en samt falleg reddingar innpökkun. Endurnýttir bréfpokar og skrautið límt á, tada!
 
p.s. nokkrar nýjar færslur í vinnslu, þó að það hafi ekki gerst mikið hér í bloggheimum hef ég ekki setið aðgerðalaus í kotinu :-)
 
 
 
 
 
 
 
 

2 comments: