Ég held bara áfram að sýna ykkur nýleg kort :-)
Eftir þessari ótrúlega sætu fyrirmynd

gerði ég þetta kort
fyrir lítinn prins sem að fékk líka voðalega sæta sérmerkta samfellu og smekk frá Jónsdóttur& co.
ég baslaði nú svolítið við þennan snigil, en þetta hófst á endanum
svona var kortið innan í.
Svo var það lítil dama sem að fékk svona "kommóðukort".
Fyrsta sinn sem að ég prófaði að gera þannig kort. Ég studdist við þessar leiðbeiningar.
Fyrst ég er byrjuð að "auglýsa" fyrirtæki og góðar sængurgjafir hérna má ég til með að benda ykkur á þetta leikfang sem heitir Skwish og fæst í Barnasmiðjunni.
Dýrt, já. Sniðugt að gefa með einhverjum, já.
Ótrúlega skemmtilegt og mjög gott til þess að þjálfa fínhreyfingar, var eitt af uppáhalds leikföngunum hjá mínum gutta.
Þvílíkt flott kort, kommóðu kortið einstaklega sniðugt! :) Og góðar hugmyndir fyrir sængurgjafir!
ReplyDeleteTakk Dröfn mín :-)
ReplyDelete