28.10.12

Glimmerflöskur

 
 
Mér datt í hug að deila með ykkur ofurlítilli, ofureinfaldri og ofurskemmtilegri hugmynd! Mamma mín (sem er leikskólakennari af lífi og sál) sagði mér að hún hefði gert svona fyrir krílin á deildinni hjá sér og mér fannst það svo sniðugt að ég ákvað að gera svona fínerí fyrir guttann minn!
 
Maður safni glærum plastflöskum og setji í þær:
 
 
glimmer
 
 
blek eða jafnvel matarlit
 
 
og eitthvað skemmtilegt sem að heyrist í eins og tölur eða litla nagla. Athugið að maður þarf mun meira en sýnt er á myndinni til þess að heyrist eitthvað, vatnið dempar hljóðið svo vel. Einnig er hægt að setja hluti sem að fljóta eða sökkva.
 
Fyllið svo með vatni og límið tappann fastan á.
 
 
Þá er maður kominn með svona fínar glimmerflöskur sem geta verið endalaus uppspretta leikja. Það er hægt að:
  • horfa á glimmerið svífa um og hrista svo flöskuna meira
  • hlusta á hljóðin og giska hvað er í flöskunni
  • læra litina og læra litablöndun þegar maður gerir flöskurnar
  • velta fyrir sér af hverju litirnir speglast i sólinni
  • hafa mismikið vatn í flöskunum og ræða um magn og þyngd
  • ræða um af hverjur sumir hlutir fljóta og aðrir sökkva
  •  
 
Flöskurnar þola ótrúlegt hnjask og hafa vakið kátínu hjá börnum á öllum aldri.
Góða skemmtun!
     
 
 
 
 

1 comment:

  1. Anonymous2/11/12 00:01

    Sniðugt! Þið mæðgur eru svo hugmyndaríkar og skapandi! :)

    ReplyDelete