31.10.12

Skírnarkort

Ég held bara áfram að sýna ykkur nýleg kort :-)
Eftir þessari ótrúlega sætu fyrirmynd
 
Cute Snail Baby Card
 
gerði ég þetta kort
 
 
fyrir lítinn prins sem að fékk líka voðalega sæta sérmerkta samfellu og smekk frá Jónsdóttur& co.
 
 
ég baslaði nú svolítið við þennan snigil, en þetta hófst á endanum
 
 
svona var kortið innan í.
 
 
 
Svo var það lítil dama sem að fékk svona "kommóðukort".
 

Fyrsta sinn sem að ég prófaði að gera þannig kort. Ég studdist við þessar leiðbeiningar.
 
Fyrst ég er byrjuð að "auglýsa" fyrirtæki og góðar sængurgjafir hérna má ég til með að benda ykkur á þetta leikfang sem heitir Skwish og fæst í Barnasmiðjunni.
 
Manhattan Hringla
 
Dýrt, já. Sniðugt að gefa með einhverjum, já.
 Ótrúlega skemmtilegt og mjög gott til þess að þjálfa fínhreyfingar, var eitt af uppáhalds leikföngunum hjá mínum gutta.
 
 
 

30.10.12

Stráka afmæliskort

Datt í hug að sýna ykkur tvö afmæliskort, bæði fyrir sama gorminn, bara með árs millibili.
 
Í fyrra fékk hann svona kort:
 
 
Kort gerast nú ekki mikið einfaldari en þetta, en þessi kúrekapappír er bara svo dásamlegur að hann varð að fá að njóta sín.
 
Núna er gormurinn orðinn ári eldri og voða hrifinn af slökkviliðsmönnum
 
 
Innan í pakkanum leynast bækur, þar af ein um Bóbó bangsa og slökkviliðið
 
 
ein nærmynd svo að þið sjáið hvað Nestabilities skurðarmótin gera fallega hluti
 
Annars þykir mér voða vænt um allar heimsóknirnar hingað á síðuna, gaman að þið skulið gefa ykkur tíma og líta hingað inn :-)
 
 

28.10.12

Glimmerflöskur

 
 
Mér datt í hug að deila með ykkur ofurlítilli, ofureinfaldri og ofurskemmtilegri hugmynd! Mamma mín (sem er leikskólakennari af lífi og sál) sagði mér að hún hefði gert svona fyrir krílin á deildinni hjá sér og mér fannst það svo sniðugt að ég ákvað að gera svona fínerí fyrir guttann minn!
 
Maður safni glærum plastflöskum og setji í þær:
 
 
glimmer
 
 
blek eða jafnvel matarlit
 
 
og eitthvað skemmtilegt sem að heyrist í eins og tölur eða litla nagla. Athugið að maður þarf mun meira en sýnt er á myndinni til þess að heyrist eitthvað, vatnið dempar hljóðið svo vel. Einnig er hægt að setja hluti sem að fljóta eða sökkva.
 
Fyllið svo með vatni og límið tappann fastan á.
 
 
Þá er maður kominn með svona fínar glimmerflöskur sem geta verið endalaus uppspretta leikja. Það er hægt að:
  • horfa á glimmerið svífa um og hrista svo flöskuna meira
  • hlusta á hljóðin og giska hvað er í flöskunni
  • læra litina og læra litablöndun þegar maður gerir flöskurnar
  • velta fyrir sér af hverju litirnir speglast i sólinni
  • hafa mismikið vatn í flöskunum og ræða um magn og þyngd
  • ræða um af hverjur sumir hlutir fljóta og aðrir sökkva
  •  
 
Flöskurnar þola ótrúlegt hnjask og hafa vakið kátínu hjá börnum á öllum aldri.
Góða skemmtun!
     
 
 
 
 

23.10.12

Haustið er komið

Fyrir nokkrum vikum setti skrifaði ég færslu um fallega haustliti og núna er ég LOKSINS búin að koma haustinu inn í kotið hjá mér, taka myndir af því og tilbúin að birta það hér! (Ekki seinna vænna, jólin eru komin í IKEA og þá eru víst fáar vikur í að þau komi heim til manns.)

 
 

 
 Litirnir eru sem sagt dökkfjólublár og blár og auðvitað smá grænt með hér og þar.
 

 
Mér finnst þetta hlýlegir og notalegir litir til þess að kúra við á haustkvöldum svo ekki sé minnst á hvað allt er notalegt þegar maður kveikir á kerti.
 
 
 

Þetta kerti er svo hlýlegt að það er með lopa utan um sig :-)
 

18.10.12

Speaking words of wisdom...

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að núna er agalega smart að hafa bókstafi út um allt heima hjá sér og allskonar fleyg og falleg orð á litlum skiltum, á veggjum og bara alls staðar. Bókaorminum mér finnst það æðislegt! Afskaplega fallegt og svo gefandi að vera umvafinn fallegum orðum.
Þetta varð innblástur að svona persónulega hlutanum af afmælisgjöfum fyrir tvær afar góðar og indælar vinkonur mínar. Innblásturinn kom frá þessum myndum:
 
 
Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvaðan ég hef þessa mynd, vistaði hana á tölvunni fyrir nokkru síðan því að mér fannst svo gaman að rekast á eitthvað á okkar ástkæra ylhýra.
 
 
og svo rakst ég á þessu frábæru útgáfu á fésbókarsíðu Púkó&Smart.
 
Samansoðið varð þetta að:
 
 
 já, já, svona er ég nú klár í Word, hohoho!
 
 
og líka í bláu, tekur sig vel út á bakkanum í kvöldsólinni
 
 
og þegar maður er búinn að eyða allt of löngum tíma í að eiga við prentarann og taka myndir (af myndunum, haha) með litla snúðinn á handleggnum er þetta fljótleg en samt falleg reddingar innpökkun. Endurnýttir bréfpokar og skrautið límt á, tada!
 
p.s. nokkrar nýjar færslur í vinnslu, þó að það hafi ekki gerst mikið hér í bloggheimum hef ég ekki setið aðgerðalaus í kotinu :-)