22.9.12

Fyrir 1 árs prinsessur

Það er nóg af yndislegum 1 árs börnum í kringum mig og einhvern veginn er það orðin regla frekar en undantekning að þau fái ramma með heillaóskaljóði frá mér í afmælisgjöf. Í ágúst áttu tvær sætar snúllur afmæli og þær fengu að sjálfsögðu ramma.
 
Litirnir í herberginu hennar Llju Maríu eru ljósbleikur, ljósgrænn og brúnn, afskaplega falleg litasamsetning enda á daman voða fínt herbergi. Ég hafði litina til hliðsjónar þegar ég gerði rammann en lét það kannski þvælast of mikið fyrir mér því að fyrstu samsetningarnar voru bara ekki að gera sig:
 

Mér finnst þessi skrautlegi pappír svo fallegur en hann er allt of órólegur. Þannig að ég lagði rammann til hliðar í nokkra daga, rótaði svo vel og lengi í pappírnum mínum og þá varð þetta útkoman:

 
Ahhh, miklu betra! Og fiðrildagatarinn góði var notaður einu sinni enn, maður fær seint nóg af fiðrildum! (Afsakið glampann á myndinni, henni var auðvitað smellt af á síðustu stundu eins og vera ber...)
 
 
Snæfríður á líka afskaplega smekklegt herbergi og litirnir þar voru líka hafðir til hliðsjónar þegar ég gerði ramman hennar:
 

Ég er voðalega skotin í veifum og greip tækifærið að nota þær því að daman ber bara eitt nafn. Nafnið er reyndar heldur langt og ég hreinlega lagði ekki í að stipla nafnið, það hefði ekki mátt bera mikið út af en notaði bara hugmyndina sem að ég prófaði fyrst í hinum rammanum, að skera stafina út. Auðvitað urðu líka að vera nokkur fiðrildi :-)
 
Takk fyrir innlitið og allar fallegu athugasemdirnar sem ég fæ frá ykkur!
 

 

8 comments:

  1. Æðislegir rammar hjá þér! :)

    ReplyDelete
  2. þú ert algjör snillingur í þessu, rosalega sætir rammar hjá þér :)

    ReplyDelete
  3. glæsilegt hjá þér Kolla mín :)

    ReplyDelete
  4. Mjög fallegar gjafir hjá þér það hlýtur að vekja mikla gleði að fá svona fallega gjöf.

    ReplyDelete