22.9.12

Fyrir 1 árs prinsessur

Það er nóg af yndislegum 1 árs börnum í kringum mig og einhvern veginn er það orðin regla frekar en undantekning að þau fái ramma með heillaóskaljóði frá mér í afmælisgjöf. Í ágúst áttu tvær sætar snúllur afmæli og þær fengu að sjálfsögðu ramma.
 
Litirnir í herberginu hennar Llju Maríu eru ljósbleikur, ljósgrænn og brúnn, afskaplega falleg litasamsetning enda á daman voða fínt herbergi. Ég hafði litina til hliðsjónar þegar ég gerði rammann en lét það kannski þvælast of mikið fyrir mér því að fyrstu samsetningarnar voru bara ekki að gera sig:
 

Mér finnst þessi skrautlegi pappír svo fallegur en hann er allt of órólegur. Þannig að ég lagði rammann til hliðar í nokkra daga, rótaði svo vel og lengi í pappírnum mínum og þá varð þetta útkoman:

 
Ahhh, miklu betra! Og fiðrildagatarinn góði var notaður einu sinni enn, maður fær seint nóg af fiðrildum! (Afsakið glampann á myndinni, henni var auðvitað smellt af á síðustu stundu eins og vera ber...)
 
 
Snæfríður á líka afskaplega smekklegt herbergi og litirnir þar voru líka hafðir til hliðsjónar þegar ég gerði ramman hennar:
 

Ég er voðalega skotin í veifum og greip tækifærið að nota þær því að daman ber bara eitt nafn. Nafnið er reyndar heldur langt og ég hreinlega lagði ekki í að stipla nafnið, það hefði ekki mátt bera mikið út af en notaði bara hugmyndina sem að ég prófaði fyrst í hinum rammanum, að skera stafina út. Auðvitað urðu líka að vera nokkur fiðrildi :-)
 
Takk fyrir innlitið og allar fallegu athugasemdirnar sem ég fæ frá ykkur!
 

 

3.9.12

Haustlitirnir í árÞað er víst óhætt að segja að það sé farið að hausta, veðrið og dagatalið eru bara nokkuð sammála! Þá fer maður að dunda við að skipta út skrauti og dúlleríi í íbúðinni til þess að gera aðeins haustlegra. Síðustu vetur hefur fjólublái liturinn verið vinsæll og ég á svolítið af fjólubláu dúlleríi - og sem betur fer er hann enn "inn" - allavegana samkvæmt vinum mínum hjá IKEA:

IKEA PS VÅLLÖ garðkanna 1,2L. Ýmsir litir FLORERA skrautsandur/steinar 0,75kg. Ýmsir litir MÄRIT löber B35xL130cm. Ýmsir litir

Meira að segja svona fallega blár litur með- ég er alltaf með svolítið blátt, það er bara minn litur!
IRIS diskaþurrkur 2 í pk. B50xL70cm. Ýmsir litir MAJSKORN blómapottur Ø10,5cm. Ýmsir litirORDENTLIG diskamotta B32xL45cm. Blátt/grænt/fjólublátt


Þessi gul-græni litur hittir reyndar ekki í mark hjá mér, eins og mér finnst sinnepsgulur flottur litur...

 
TINDRA LJUV ilmkerti 3 í pk. Gulgrænt TINDRA LJUV ilmkerti 3 í pk. BlágráttTINDRA LJUV ilmkerti 3 í pk. Fjólublátt


Ah, nóg af kertum, ég er búin að kveikja á kertum undanfarin kvöld, það er svoooo notalegt
 
MILDRA flaska 1L. Grænt/fjólublátt/túrkís MILDRA glas 22cl. Grænt/fjólublátt/túrkís

Fyrst ég er byrjuð að líma hérna inn myndir af heimasíðu IKEA má ég til með að deila þessari fallegu diskahillu með ykkur, hver myndi ekki vilja svona í eldhúsið hjá sér?
 
STENSTORP diskahilla B80xD12,5, H76cm. Hvítt

Gleðilegt haust!