27.8.12

Við fórum í brúðkaup

Við hjónakornin fórum í brúðkaup í gær hjá vinnufélugum mannsins míns. Ég tók auðvitað að mér að gera kort og pakka inn, ekki svo oft sem að maður fær að gera fínerí fyrir brúðkaup!
 
Ég gerði tvö kort, þetta var á pakkanum frá fyrirtækinu:
 
 
Ég vígði Scor-Pal græjuna mína og svo notaði ég fínu nýju Grand Calibur skurðarvélina til þess að gera upphleypta mynstrið ("embossa") í pappírinn. Þvílíkar dásemdargræjur, það lá við að ég skríkti af gleði þegar ég var að þessu! (já, það er fullkomlega eðlilegt, prófaðu bara sjálf!)
 
Þetta er svona Swing- kort eða sveiflukort sé heitinu snarað yfir á íslensku. Mér hefur fundist dálítið erfitt að skreyta þessi sveiflukort en finnst koma vel út að "embossa" pappírinn.
 
 
Þetta kort var svo á pakkanum frá samstarfsfélugunum
 
 
Eitt af mínum uppáhalds spakmælum um ástina
 
 
og svona var það innan í.
Ástkær eiginmaður minn misskildi þetta aðeins og skrifaði textann ekki á þennan fína skreytta pappír heldur hinu megin, þessi elska!
 
 
Kortið fína fékk svo að skreyta pakka
 
 
Einlitur pappír er í uppáhaldi hjá mér og svona maskínupappír er mesta uppáhaldið
 
 
Kemur bara nokkuð vel út, ekki satt? :-)
 
 
 
 
 
 

4 comments:

  1. rosalega falleg kort hjá þér og jú pakkarnir koma svo vel út í svona pappír.... það er oft betra þegar það er svona "less is more" :)

    ReplyDelete
  2. Mjög flott hjá þér :)

    ReplyDelete
  3. Anonymous1/9/12 22:59

    Æðislegir pakkar og kort!

    ReplyDelete
  4. Takk, takk, alltaf gaman að fá svona fallegar athugasemdir :-)

    ReplyDelete