9.8.12

Garðstóll, vírkarfa & stigagangur

Ég hef áður sýnt ykkur smádótið sem ég hef fyrir framan útihurðina á stigaganginum. Það er þarna svo að gestirnir mínir fái smá sól í hjartað þegar þeir koma í heimsókn og sem afsökun fyrir mig til þess að kaupa einstaka sinnum nýja hluti til þess að punta með :-)

Um daginn sýndi ég ykkur þetta:


En ég var alls ekki að "fíla" þetta nógu vel.....rautt& bleikt er bara voða lítið ég. Þannig að það breyttist fljótlega í þetta:


Sem að var ágætt en um leið ekkert sérstakt.

Þá sá ég þessa fínu mynd hjá Stínu Sæm
 

og datt þá í hug að svona penn garðstóll gæti verið málið fyrir mig og stigaganginn!

Þannig að ég skellti mér á útsölu og borgaði ekki nema 1500 krónur fyrir svona sætan stól


Mér finnst hann svo fallegur (og hentugur í svona punt en ekkert endilega til þess að sitja á). Hann er kærkomin tilbreyting frá viðarkollinum góða sem hefur einokað hornið í sennilega 4 ár!


Í dag fann ég svo bráðnauðsynlegan óþarfa sem ég hef verið að svipast eftir undanfarið


dásamlega sæta vírkörfu á 1100 krónur!


Hún flutti að sjálfsögðu strax á stigaganginn!







9 comments:

  1. Rosa cute! Love it...

    ReplyDelete
  2. Hvar fékkstu stólinn? Ég hef einmitt verið að spá í svipaðan stól til að hafa við innganginn hjá mér yfir sumarið.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Stóllinn fæst í Ilvu http://www.ilva.is/?module=shop&prodId=86300311&catId=26&subCatId=129, til í mörgum skemmtilegum litum :-)

      Delete
  3. Takk takk, það var þá enginn smá afsláttur!

    ReplyDelete
  4. Anonymous13/8/12 16:25

    Flott! Hvíti stóllinn kemur vel út!

    ReplyDelete
  5. Kemur mjög vel út og hvíti stólinn er algjört æði!

    ReplyDelete
  6. Anonymous10/9/12 22:15

    Ég fékk innblástur héðan, takk fyrir það! :) Nú stendur nákvæmlega eins stóll fyrir utan útidyrnar hjá mér! Ofan á honum er smá fínerí, garðkanna og svoleiðis!

    ReplyDelete
    Replies
    1. En gaman að heyra :-) ég prófaði eina uppskrift af blogginu þínu um daginn en ég bakaði bara vandræði þann daginn, haha! Við fjölskyldan vorum annars hjá Lárusi ljósmyndara í dag, hann bað fyrir kveðju (sýndi mér myndir af Jóhönnu litlu sem dæmi um fallega haustmynd :-)

      Delete