27.8.12

Við fórum í brúðkaup

Við hjónakornin fórum í brúðkaup í gær hjá vinnufélugum mannsins míns. Ég tók auðvitað að mér að gera kort og pakka inn, ekki svo oft sem að maður fær að gera fínerí fyrir brúðkaup!
 
Ég gerði tvö kort, þetta var á pakkanum frá fyrirtækinu:
 
 
Ég vígði Scor-Pal græjuna mína og svo notaði ég fínu nýju Grand Calibur skurðarvélina til þess að gera upphleypta mynstrið ("embossa") í pappírinn. Þvílíkar dásemdargræjur, það lá við að ég skríkti af gleði þegar ég var að þessu! (já, það er fullkomlega eðlilegt, prófaðu bara sjálf!)
 
Þetta er svona Swing- kort eða sveiflukort sé heitinu snarað yfir á íslensku. Mér hefur fundist dálítið erfitt að skreyta þessi sveiflukort en finnst koma vel út að "embossa" pappírinn.
 
 
Þetta kort var svo á pakkanum frá samstarfsfélugunum
 
 
Eitt af mínum uppáhalds spakmælum um ástina
 
 
og svona var það innan í.
Ástkær eiginmaður minn misskildi þetta aðeins og skrifaði textann ekki á þennan fína skreytta pappír heldur hinu megin, þessi elska!
 
 
Kortið fína fékk svo að skreyta pakka
 
 
Einlitur pappír er í uppáhaldi hjá mér og svona maskínupappír er mesta uppáhaldið
 
 
Kemur bara nokkuð vel út, ekki satt? :-)
 
 
 
 
 
 

10.8.12

þykjustu verslað á netinu

Ég hef yndi af því að skoða fallegar vefverslanir á netinu og hef eytt mörgum kvöldstundum í að skoða bráðnauðsynlegan óþarfa á alls konar vefsíðum. Það er svolítið eins og að skoða bara í gluggana á búðarrölti- dregur úr líkum á að maður kaupi eitthvað! Ein af mínum uppáhalds er þýska síðan Nostalgie im Kinderzimmer.

Fyrst af öllu rak ég augun í nýja útgáfu af þessum sígildu Rice glösum:

Rice Melamin Becher mit Griff TürkisRice Melamin Becher mit Griff GrünRice Melamin Becher mit Griff Blau

Fyrst að ég er byrjuð á þessu myndi ég að sjálfsögðu skella mér á nokkur glös og könnu með- ímyndið ykkur bara hvað það væri sætt á svölunum!

Rice Melamin Becher klein blau/grünRice Kleiner Melamin Pitcher Türkis


Úr svolítið annarri átt en alveg jafn dásamlega falleg eru þessi bollakökuform

Miss Étoile Muffinförmchen Papier Punkte SchwarzMiss Étoile Muffinförmchen Papier Streifen RosaMiss Étoile Muffinförmchen Streifen Hellblau

Þessi kökustimpill er náttúrulega bara ómótstæðilegur

Kuchenschablone und Keksstempel Home Made

Piparkökuform fyrir alla gaurana í fjölskyldunni
(ok, ég skal viðurkenna að formin sjálf minna á fleira en bara geimskutlur...)

Ausstecher-Set Astronaut

Svona sæta körfu undir ávextina, já takk!

House Doctor Nostalgischer Drahtkorb

Af því að það er svo lítið af bókum á mínu heimili (eða þannig....) gæti ég alveg bætt við mig svona sætum bókstaflalímmiðum

Wandsticker "Books"

Þetta loftljós væri æði inni í barnaherbergi

Papierlampenschirm Märchenwiese

og fyrst við erum byrjuð á fallegum hlutum í barnaherbergi, dæs.....

Spiegelburg by Graziela Kartonboxen Koffer BuntSpiegelburg Wimpelgirlande Lustige PunkteMaileg Puppenwagen Mint mit DachMoulin Roty Tipi - Zelt für Drinnen und Draußen

Kartonbox Der WaldRetro Blechdose Eule

og mér finnst þessar "bleyjur" frekar fyndnar
Spucktuch VatertagSpucktuch Mutterschutz
 Feðradagur og Mæðravernd, hehe.

Glöggir lesendur taka væntanlega eftir að margar af vörunum á síðunni fást hér á landi þannig að ef eitthvað er alveg ómótstæðilegt er alls ekkert ólíklegt að það sé hægt að fá það hérna á klakanum :-)








9.8.12

Garðstóll, vírkarfa & stigagangur

Ég hef áður sýnt ykkur smádótið sem ég hef fyrir framan útihurðina á stigaganginum. Það er þarna svo að gestirnir mínir fái smá sól í hjartað þegar þeir koma í heimsókn og sem afsökun fyrir mig til þess að kaupa einstaka sinnum nýja hluti til þess að punta með :-)

Um daginn sýndi ég ykkur þetta:


En ég var alls ekki að "fíla" þetta nógu vel.....rautt& bleikt er bara voða lítið ég. Þannig að það breyttist fljótlega í þetta:


Sem að var ágætt en um leið ekkert sérstakt.

Þá sá ég þessa fínu mynd hjá Stínu Sæm
 

og datt þá í hug að svona penn garðstóll gæti verið málið fyrir mig og stigaganginn!

Þannig að ég skellti mér á útsölu og borgaði ekki nema 1500 krónur fyrir svona sætan stól


Mér finnst hann svo fallegur (og hentugur í svona punt en ekkert endilega til þess að sitja á). Hann er kærkomin tilbreyting frá viðarkollinum góða sem hefur einokað hornið í sennilega 4 ár!


Í dag fann ég svo bráðnauðsynlegan óþarfa sem ég hef verið að svipast eftir undanfarið


dásamlega sæta vírkörfu á 1100 krónur!


Hún flutti að sjálfsögðu strax á stigaganginn!