9.7.12

Dossu innblásinn bakki

Verður maður ekki að monta sig þegar myndin manns er á síðunni hjá einum vinsælasta bloggara landsins!?!
Hún Skreytum-hús-Dossa bað lesendur um að senda inn myndir ef þeir hefðu fengið innblástur af einhverju á blogginu hennar og það gerði ég! http://dossag.blogspot.com/2012/07/innblastur-og-utkoman-part-ii.html
Ég sendi henni þessa mynd af páskabakkanum mínum:


Þið sem þekkið bloggið hennar Dossu vitið að hún er bakkasjúk og ég lét loksins verða að því að kaupa mér bakka. Keypti þennan í viðarlit, ómeðhöndlaðan því hann kostaði ekki hönd og fót og innblásinn frá Dossu langaði mig til þess að kynnast spreygleðinni!


Hérna er hann greyið í vinnsluferlinu, eina myndin sem ég mundi eftir að taka. Þar sem mig langaði til þess að gera mynstur í hann en vildi ekki fá viðarlitinn í gegn ,og vildi fá smá "shabby" blæ á hann með því að pússa kantana, "grunnaði" ég hann með svartri málingu. Ekki þó alveg allan, sem var ekki mjög gáfulegt því að auðvitað er litamunurinn ansi mikill og skín lengi í gegnum hvíta spreyið!!!

En mörgum spreyumferðum síðar (í myrkri og kulda þegar það var þurrt og lyktin er ekkert yndi!) var þetta útkoman:


Ég lagði semsagt blúndulengjur yfir hann og tókst greinilega ekki að gera þær beinar, hehe.


En svona kom þessi fyrsta sprey- og bakkatilraun út (ímyndið ykkur bara að guli liturinn sé sumarlitur en ekki páskagulur þegar þið lesið þessa færslu í júlí).






2 comments:

  1. Anonymous13/7/12 01:37

    Takk fyrir innlitið á síðuna mína! :) Ég vissi ekki að þú værir með svona fínt blogg, ég datt í að skoða það allt aftur í tímann! Frábærlega flott hjá þér! Mig vantar einmitt nákvæmlega svona bakka fyrir glös og diska, það kemur svo vel út á matarmyndunum! ;) Kannski reyni ég við þetta, hvar fékkstu bakkann? kv. Dröfn

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk, takk Dröfn. Bakkinn er úr Sösterne en mér finnst þessir bakkar úr Ilvu alveg ómótstæðilegir http://www.ilva.is/?module=shop&prodId=940002200&catId=&subCatId= (og verðið á þeim líka!)

      Delete