31.7.12

Svala-bloggpartý

Stína Sæm er með eitt af mínum uppáhalds bloggum og ég ákvað að taka þátt í þessu bloggpartýi hjá henni. Ég á reyndar hvorki garð né pall en ég á svalir!


Svona líta svalirnar mínar úr hversdags:


En eftir að hafa fengið smá ást og umhyggju litu þær svona út:


Aðeins vistlegri, ekki satt? Litli maðurinn svaf og því gat ég sett smá leikhorn á svalirnar, þ.e.a.s. leikhorn og puntudót samtímis!


Við eigum engin almennileg garðhúsgögn en notum í staðinn þetta ofur netta felliborð og setjumst í samanbrjótanlega tjaldstóla (sem eru of ljótir fyrir þetta blogg, en þokkaleg þægilegir og gasalega praktískir þar sem þeir taka lítið pláss í geymslunni).


Ég er sem sagt í þykjustinni sitjandi úti á svölum, sötrandi sódavatn, narta í safaríkar nektarínur og les hið frábæra tímarit í boði náttúrunnar- sumar.
Gvendarbrunnar 2012 í fallega nýja glasinu mínu, sötrað með fallegu röri!

Ég geymdi góssið mitt úti og myndaði aftur þegar farið var að rökkva.


Kerti, teppi og notalegheit


Kertaljós gera alltaf allt svo notalegt og hlýtt

Talandi um kerti þá gerði ég þessa sætu kertastjaka um daginn:


Barnamatskrukkur, límlakk og blúnda.....


....er falleg blanda. Hvort sem er í birtu eða rökkri.

Takk fyrir innlitið!

25.7.12

Fyrir glænýjan frænda...

Fyrir nýjustu viðbótina í frændgarðinum gerði ég einfalt kort (eins og öll mín kort eru, ehemm).


framan á (myndin er heldur gulari en hún ná að vera....)


innan í


aftan á

Fékk þessu sætu splitti einu sinni gefins og er ánægð með að hafa loksins notað þau.
Þau eru bara svo krúttleg og hæfa nýfæddum gutta fullkomlega.

14.7.12

Fyrsta afmælisveislan

Ég er búin að hlakka til í margar vikur að halda upp á fyrsta afmæli litla guttans míns (allt í lagi, ég skal viðurkenna að ég keypti servíetturnar og blöðrurnar fyrir nokkrum mánuðum....). Fyrst ætluðum við bara að hafa það hérna heima en þegar veðrið leikur við mann dag eftir dag fær maður fyndndar flugur í höfuðið eins og að halda úti afmæli - og það gerðum við!

Fyrir valinu varð yndislegur leikvöllur sem að kúrir við Grafarvoginn, þar eru grill og leiktæki fyrir krakkana (og hægt að lauma bílnum upp á göngustíginn til þess að þurfa ekki að bera allt dótið langar leiðir).

En nóg af masi og að gleðinni sjálfri:


 Ég skreytti með þessum litríku fánaveifum...


 ...sem að í lok veislunnar nýttust í limbó!


 Svona leit veislusvæðið út. Fyrir aftan ljósmyndarann er leikvöllurinn og á efri flötinni fórum við í Kubb. Hérna erum við að opna pakkana.
Við eigum nokkra útilegustóla en engin garðhúsgögn. Foreldrar mínir vour svo almennilegir að koma með sín og úr varð skemmtilegur og litríkur samtíningur sem að passar fullkomlega fyrir úti afmæli.

Ekki má gleyma matnum!


Pabbinn sá um að grilla þetta gotterí sem bragðaðist dásamlega (engar pylsur í þessu barnaafmæli!)

Litríkir diskar, glös og bananamöffins. Yngstu gestirnir fengu möffins með nafninu sínu og fannst það ekkert leiðinlegt


Svo er það afmæliskakan sjálf, en 1 árs afmælisguttinn mátti borða eins mikið af henni og hann vildi (á myndinn er hann einmitt að næla sér í eitt vínber!)


Þessi snilldarhugmynd kemur héðan

Þessi kaka er svo sæt og sniðug að ég bara verð  að sýna ykkur fleiri myndir af henniRúsínan í pylsuendanum (þrátt fyrir pylsuleysið!) var svo óvænt afmælisveisla fyrir 11 ára frænku mína en hún á afmæli seinna í mánuðinum og allir í fjölskyldunni verða út um hvippinn og hvappinn þá. Það var sungið " hún á afmæli bráðum", hún fékk nokkra pakka og svo  bakaði amma hennar þessa frábæru hestaköku fyrir hana:


Ég er ekki frá því að úti afmæli verði oft fyrir valinu í framtíðinni fyrir litla júlíguttann okkar ;-)
9.7.12

Dossu innblásinn bakki

Verður maður ekki að monta sig þegar myndin manns er á síðunni hjá einum vinsælasta bloggara landsins!?!
Hún Skreytum-hús-Dossa bað lesendur um að senda inn myndir ef þeir hefðu fengið innblástur af einhverju á blogginu hennar og það gerði ég! http://dossag.blogspot.com/2012/07/innblastur-og-utkoman-part-ii.html
Ég sendi henni þessa mynd af páskabakkanum mínum:


Þið sem þekkið bloggið hennar Dossu vitið að hún er bakkasjúk og ég lét loksins verða að því að kaupa mér bakka. Keypti þennan í viðarlit, ómeðhöndlaðan því hann kostaði ekki hönd og fót og innblásinn frá Dossu langaði mig til þess að kynnast spreygleðinni!


Hérna er hann greyið í vinnsluferlinu, eina myndin sem ég mundi eftir að taka. Þar sem mig langaði til þess að gera mynstur í hann en vildi ekki fá viðarlitinn í gegn ,og vildi fá smá "shabby" blæ á hann með því að pússa kantana, "grunnaði" ég hann með svartri málingu. Ekki þó alveg allan, sem var ekki mjög gáfulegt því að auðvitað er litamunurinn ansi mikill og skín lengi í gegnum hvíta spreyið!!!

En mörgum spreyumferðum síðar (í myrkri og kulda þegar það var þurrt og lyktin er ekkert yndi!) var þetta útkoman:


Ég lagði semsagt blúndulengjur yfir hann og tókst greinilega ekki að gera þær beinar, hehe.


En svona kom þessi fyrsta sprey- og bakkatilraun út (ímyndið ykkur bara að guli liturinn sé sumarlitur en ekki páskagulur þegar þið lesið þessa færslu í júlí).