Ég er að æfa mig í að gera fjölbreyttari kort og núna prófaði ég í fyrsta sinn að gera umslagakort. Þar sem maður brýtur eina 12"x12" skrapp pappísörk og úr verða tvö kort gerði ég þau örlítið ólík:
Svo setur maður "kortið" ofan í umslagið (hjúkket, mundi einu sinni eftir að taka mynd áður en ég skrifaði á kortið!)
Á báðum kortunum var persónuleg kveðja (fullkomnunaráráttunni í mér finnst erfitt að horfa á skriftina svona skakka en við skulum bara segja að hún sé lifandi og persónuleg!):
Spakmæli sem að mér fannst passa viðtakandanum;
Ekki fylgja stígnum
þangað sem hann liggur.
Farðu heldur leiðina
sem enginn stígur liggur um
og skildu eftir slóða.
Höf. ók.
og myndir af krúttmolanum mínum í hinu kortinu.
Ég mun klárlega halda áfram að æfa mig í þessum skemmtilegu kortum.
Hrrrikalega skemmtilegt blogg!
ReplyDelete