Ég er alltaf með smá árstíðabundið dúllerí fyrir framan hurðina okkar á stigaganginum. Þar er ekki nóg birta fyrir lifandi plöntur þannig að ég er alltaf með einhver plastblóm. Mig langaði svo agalega til þess að kaupa fallega grænar kúlur eða eitthvað í þeim dúr, sá fyrir mér að geta notað það mikið og í mörgum mismunandi útfærslum. Ég hef fundið margt fallegt en ekki neitt sem ég hef tímt að kaupa fyrr en ég fékk smá hugmynd um daginn:
Ég fann þessa miður fögru kúlu í Sösterne á 500 kall. Og með öðrum 500 kalli fékkst þessi plastgreinalengja í IKEA. Saman finnst mér þessar þúsund krónur bara nokkuð sætar.
Núna hefur kúlan fengið sinn sess á stigaganginum (endilega smella á myndirnar til þess að sjá þær stærri):
Þar sem ég á lítið af bleiku og rauðu skrauti í stíl við sætu fuglahúsin reif ég bara servíettubút og batt snæri utan um barnamatskrukku fyrir kertastjaka. Ég er ekki frá því að það sé smá sumar í þessu :-)
svona getur maður reddað sér með litlum tilkostnaði, mjög sætt hjá þér.
ReplyDelete