29.6.12

Sumar á stigaganginum 2

Ég sýndi ykkur þetta um daginn:


Mér fannst kertið með ljósgræna borðanum (sem hreinlega gleymdist á síðan vorskreytingin var) ekki fara nógu vel með þannig að ég endurnýtti bara hugmyndina af kertaglasinu (þ.e. barnamatskrukkunni sem fékk rifinn servíettubút og snæri á sig) og gerði nákvæmlega það sama við kertið:


Og þá lítur þetta svona út:


Aðeins betra.

Svo verð ég nú bara að sýna ykkur þessi krúttlegheit:


Tveir 5 & 6 ára frændur mínir komu í heimsókn og fannst þetta prjál mitt heldur skrýtið; fuglahús sem að fuglinn kemst ekki einu sinni í, og skyldu þetta eftir svona til þess að sanna mál sitt!No comments:

Post a Comment