Það er rétt mánuður í fyrsta afmæli litla guttans og skreytiglaða mamman er auðvitað löngu byrjuð að hugsa um skreytingar! Skellti mér því í dag í pop-up búð Íslenska Pappírsfélagsins ( sem er opin núna um helgina í Álfheimum) og fjárfesti í fallegustu sogrörum sem sögur fara af:


Ég nota orðið "fjárfesti" því að pakkningin kostar litlar 990 krónur og mín búin að eyða 2000 krónum í sogrör fyrir afmælið! Haha, það er nú smá létt- geggjað, en líka alveg hrikalega faaaaaaallegt, "dæs"!
Fyrir ykkur sem eruð jafn geggjuð og ég að langa í (og kaupa!) svona rör get ég þó sagt ykkur að þau eru búin til úr endurunnum pappír og mega fara í pappírstunnuna eftir notkun- sem verður að teljast nokkuð umhverfisvænt og grænt.
No comments:
Post a Comment