1.6.12

Krútthús og dásemd


Heimsótti um daginn bestustu systur mína og gaurana hennar í Osló í Noregi. Í hverfinu hennar er þessi ótrúlega krúttlega sumarhúsabyggð og við fórum í göngutúr um svæðið.


Þetta er allt svo hrikalega sætt og mikil natni lögð í allt. T.d. er þessi sæta róla í þessu eplatréi og takiði eftir hvað húsin í bakgrunninum eru falleg!


Húsin eru hvert öðru fallegra.


Blómstrandi tré og takið eftir lugtinni, sko nóg af svona fallegum og nosturssömum smáatriðum til þess að gera heilan myndaþátt!Og gróðurinn svo fallegur....


Og ef þið eruð að spá í að fá ykkur svona krúttbústað þá er ekki nema 10 ára bið...!2 comments:

 1. sæl, gaman að hitta þig og takk fyrir kommentið.
  Mikið ægilega er bloggið þitt skemmtilegt... já og þú líka ;)
  Hlakka voða mikið til að fylgjast með þér.
  kv Stína

  ReplyDelete
 2. Ji, takk fyrir, ekki leiðinlegt að fá svona falleg skilaboð frá einu af blogg"idolunum" manns! "roðn"

  ReplyDelete