29.6.12

Sumarið er komið í forstofunni líka!

Ég gerði 2 mismunandi "kúlur" um daginn og hef nú þegar sýnt ykkur hvernig önnur þeirra skreytir stigaganginn. Því fannst mér við hæfi að hin væri í forstofunni; þar sem lítil dagsbirta er verður maður bara að búa til smá sumar og sól í hjarta!
Til upprifjunar eru hérna "kúlurnar":


Hérna á blómakúlan núna heima:


Þessar plastblómalengjur eru svo sætar að ég stóðst bara ekki mátið og smellti einni á spegilinn:


Blóm í hjarta, blóm í sinni,
blóm, bara blóm!Sumar á stigaganginum 2

Ég sýndi ykkur þetta um daginn:


Mér fannst kertið með ljósgræna borðanum (sem hreinlega gleymdist á síðan vorskreytingin var) ekki fara nógu vel með þannig að ég endurnýtti bara hugmyndina af kertaglasinu (þ.e. barnamatskrukkunni sem fékk rifinn servíettubút og snæri á sig) og gerði nákvæmlega það sama við kertið:


Og þá lítur þetta svona út:


Aðeins betra.

Svo verð ég nú bara að sýna ykkur þessi krúttlegheit:


Tveir 5 & 6 ára frændur mínir komu í heimsókn og fannst þetta prjál mitt heldur skrýtið; fuglahús sem að fuglinn kemst ekki einu sinni í, og skyldu þetta eftir svona til þess að sanna mál sitt!27.6.12

Umslagakort

Ég er að æfa mig í að gera fjölbreyttari kort og núna prófaði ég í fyrsta sinn að gera umslagakort. Þar sem maður brýtur eina 12"x12" skrapp pappísörk og úr verða tvö kort gerði ég þau örlítið ólík: Svo setur maður "kortið" ofan í umslagið (hjúkket, mundi einu sinni eftir að taka mynd áður en ég skrifaði á kortið!)Á báðum kortunum var persónuleg kveðja (fullkomnunaráráttunni í mér finnst erfitt að horfa á skriftina svona skakka en við skulum bara segja að hún sé lifandi og persónuleg!):


Spakmæli sem að mér fannst passa viðtakandanum;
Ekki fylgja stígnum
þangað sem hann liggur.
Farðu heldur leiðina
sem enginn stígur liggur um
og skildu eftir slóða.
Höf. ók.


og myndir af krúttmolanum mínum í hinu kortinu.

Ég mun klárlega halda áfram að æfa mig í þessum skemmtilegu kortum.

15.6.12

Luca 1 árs

Ég held bara áfram að drekkja ykkur í myndarömmum.......gerði þennan nýlega fyrir lítinn prins:


Eins og venjulega var ég hálfa eilífðina að ákveða hvernig ég vildi hafa hann og tók myndir af ýmsum útgáfum til þess að bera saman:


Að lokum ákvað ég að fallegi hringekjupappírinn væri of órólegur og valdi í staðinn þennan bláa sem að sést á efri myndinni og auðvitað á merkimiðanum sem var í stíl:


Svona leit svo pakkinn út sem að afmælisbarnið fékk:

13.6.12

Sumar á stigaganginum

Ég er alltaf með smá árstíðabundið dúllerí fyrir framan hurðina okkar á stigaganginum. Þar er ekki nóg birta fyrir lifandi plöntur þannig að ég er alltaf með einhver plastblóm. Mig langaði svo agalega til þess að kaupa fallega grænar kúlur eða eitthvað í þeim dúr, sá fyrir mér að geta notað það mikið og í mörgum mismunandi útfærslum. Ég hef fundið margt fallegt en ekki neitt sem ég hef tímt að kaupa fyrr en ég fékk smá hugmynd um daginn:


Ég fann þessa miður fögru kúlu í Sösterne á 500 kall. Og með öðrum 500 kalli fékkst þessi plastgreinalengja í IKEA. Saman finnst mér þessar þúsund krónur bara nokkuð sætar.
Núna hefur kúlan fengið sinn sess á stigaganginum (endilega smella á myndirnar til þess að sjá þær stærri):


Þar sem ég á lítið af bleiku og rauðu skrauti í stíl við sætu fuglahúsin reif ég bara servíettubút og batt snæri utan um barnamatskrukku fyrir kertastjaka. Ég er ekki frá því að það sé smá sumar í þessu :-)


9.6.12

Mánuður í afmæli...

Það er rétt mánuður í fyrsta afmæli litla guttans og skreytiglaða mamman er auðvitað löngu byrjuð að hugsa um skreytingar! Skellti mér því í dag í pop-up búð Íslenska Pappírsfélagsins ( sem er opin núna um helgina í Álfheimum) og fjárfesti í fallegustu sogrörum sem sögur fara af:Ég nota orðið "fjárfesti" því að pakkningin kostar litlar 990 krónur og mín búin að eyða 2000 krónum í sogrör fyrir afmælið! Haha, það er nú smá létt- geggjað, en líka alveg hrikalega faaaaaaallegt, "dæs"!

Fyrir ykkur sem eruð jafn geggjuð og ég að langa í (og kaupa!) svona rör get ég þó sagt ykkur að þau eru búin til úr endurunnum pappír og mega fara í pappírstunnuna eftir notkun- sem verður að teljast nokkuð umhverfisvænt og grænt.

1.6.12

Krútthús og dásemd


Heimsótti um daginn bestustu systur mína og gaurana hennar í Osló í Noregi. Í hverfinu hennar er þessi ótrúlega krúttlega sumarhúsabyggð og við fórum í göngutúr um svæðið.


Þetta er allt svo hrikalega sætt og mikil natni lögð í allt. T.d. er þessi sæta róla í þessu eplatréi og takiði eftir hvað húsin í bakgrunninum eru falleg!


Húsin eru hvert öðru fallegra.


Blómstrandi tré og takið eftir lugtinni, sko nóg af svona fallegum og nosturssömum smáatriðum til þess að gera heilan myndaþátt!Og gróðurinn svo fallegur....


Og ef þið eruð að spá í að fá ykkur svona krúttbústað þá er ekki nema 10 ára bið...!