1.5.12

Rammi fyrir uppáhalds litla strákinn minn!

Já, þá ætla ég að sýna ykkur rammann sem að ég gerði fyrir litla guttann minn! Þetta fór mjög brösuglega af stað þar sem ég gat ómögulega stimplað nafnið fallega á rammakartonið (nei, ég tók engar myndir af þeim óskapnaði!). Í fjórða sinn tókst það nothæflega. (pjúff!)

Og þá var aðalmálið að ákveða pappírs- og litasamsetninguna. Útgangspunturinn var sæti gíraffinn og svo urðu sætu vinir hans Bíbí og Ugla að vera með. Ég tók myndir af nokkrum útgáfum, það er svo þægilegt til þess að bera saman (smelltu á myndirnar ef þú vilt sjá þær stærri):


En að lokum varð þetta niðurstaðan, þrátt fyrir að vera aðeins minna blátt&grænt en ég ætlaði upphaflega, svona getur pappírinn bara tekið völdin!


Ég stóðst ekki mátið og kvittaði svona, get það bara fyrir þennan litla gutta!


Komið í ramman lítur þetta þá svona út (ég biðst afsökunar á lélegum myndgæðum og glampa!)


Pappírinn er úr Föndru og stimpilstafirnir úr A4.

Svo verð ég að sýna ykkur næst hvar þessi rammi fær að búa!

2 comments:

  1. þetta er rosalega krúttlegt hjá þér, líka góð hugmynd að gjöf :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir, já, hef sko gefið marga svona, en þetta er sá fyrsti sem ég geri til þess að eiga! :-)

      Delete