28.5.12

Lööööngu kominn tími á nýja færslu hér og nú verður bætt úr því!
Datt í hug að sýna ykkur smá lausn sem að tók okkur hjónakornin langan tíma að finna (kannski erum við samt bara svona fattlaus og ykkur finnst þetta liggja í augum uppi, hehe). Við eigum eins og svo margir aðrir BJURSTA skenk úr Ikea, enda ódýrir og fallegir.
BJURSTA skenkur B155xH68cm. Eikarspónn

Gallinn við þá er hinsvegar hvað þeir eru lágir (og rúma heldur lítið, en það lá nú ljóst fyrir þegar hann var keyptur!) og þeir eru oft svo kjánalega lágir með hefðbundnu dúlleríi ofan á.

Við fengum alveg svakalega fallega mynd í brúðkaupsgjöf frá vinkonum mínum og ég vildi endilega að hún fengi pláss á þessum stóra, fína og auða vegg fyrir ofan skenkinn. Myndin er þó ekki stór og ekki til að bæta úr smæð skenksins.....

Þannig að við keyptum langa og mjóa glerhillu og settum fyrir ofan skenkinn (meira pláss fyrir dúllerí!) og allt í einu voru hlutföllin bara fín:


Takið eftir hvað heimasíminn er smart þarna (hann verður einhvers staðar að fá að vera greyið). En hvað sem heimasímanum líður finnst mér þetta voða sætt dúllerí:1 comment: