11.5.12

Heimili myndarammans

Jæja, þá get ég loksins sýnt ykkur heimili rammans!

 

 sjáið þið hann?
Þetta er semsagt horn litla guttans í svefnherberginu.
Rimlarúmið er gamla rúmið mitt og hefur sko sjarma með bitförum og allt. Það er 140x 80 cm og því vel stórt- enda svaf ég í því fram eftir öllu!


Ótrúlega fallegt sængurver frá Lín Design og Ikea stuðkantur sem nær ekki allan hringinn!Ramminn á heima hérna hliðin á bleyjukörfunum. Hjá honum er líka Birna bangsi sem að ég átti þegar að ég var lítil. Núna er hún skreytt með blómi en venjulega er hún bara allsber með ótmótstæðilega súkkulaðinebbann sinn (hann er grínlaust alveg eins og mjólkursúkkulaði á litinn og er með bitförum eftir mig!) Spiladósin sæta er mikið notuð til þess að halda fjöruga guttanum uppteknum á skiptiborðinu!Sætir fugla snagar úr Ilvu. Ég átti litlu silfurlituðu hringluna þegar ég var lítil- gaman að eiga svona dýrgripi!


Hillan fyrir ofan rúmið. Best að taka fram að þetta er allt saman mjög létt og ætti því ekki að valda stórskaða í næsta Suðurlandsskjálfta....


Herra Kanína er kominn frá pabbanum og því að nálgast fertugsaldurinn- yndislega snjáður og sætur.


Bítla- yellow-sumbarine-óróinn stingur kannski í stúf við hitt puntið en er samt rosalega skemmtilegur. Litli guttinn nær að tosa aðeins í hann þegar hann stendur í rúminu- bara gleði!


Og tókuð þið eftir þessum bókstaf? Sami pappír og í rammanum til þess að vera aðeins í stíl....


Höldurnar á skiptiborðinu eru líka í stíl- grænar og bláar! Og sæta froskafatan geymir óhreinar taubleyjur (hún getur auðvitað ekki staðið lengur þarna á gólfinu enda svo sæt að litli guttinn sækir stíft í hana!).


Svo má ég til með að sýna ykkur þennan "snaga" úr RL Vöruhúsi. Honum er nú bara tyllt þarna og geymir gjarnan bleyjuskeljar og annað sem er gott að leggja frá sér aðeins.

Hvernig líst ykkur á heimili myndarammans?3 comments:

  1. Lýst vel á það :D Honum líður örugglega súper vel þarna innan um allt fína puntið og æskuvinina :D

    ReplyDelete
  2. Rosa flott horn sem litli gutti á og ramminn tekur sig súper vel út þarna með öllu fallegu gersemunum :)

    ReplyDelete