11.5.12

Fleiri myndarammar.....

Þetta er nú bara eins og framhaldssaga! En fyrst ég er búin að sýna ykkur tvo nýlega myndaramma sem ég hef gert datt mér í hug að sýna ykkur nokkra aðra (þegar ég hef munað eftir að taka mynd, haha!).
Þetta er sá allra fyrsti, þess vegna þykir mér alveg sérstaklega vænt um hann. Ég var alveg svakalega lengi að dúlla við hann, pjúff! Mamma Sunnevu er núna búin að taka grænu blómin og það er fallegra, svolítið ofhlaðinn svona:


Annar nýlegur stelpurammi:


Afsakið myndgæðin...... en það er gyllt "glimmer mist" yfir öllu sem gerir voða fínan glans en kemur ekki vel út á þessari mynd...


Þessi er ólíkur, lítil tréblóm sem að ég límdi á. Ég reyni að hafa rammana ekki of smábarnalega svo þeir geti notið sín lengi inni í barnaherberginu, ekki bara allra fyrstu árin.

Svo hef ég líka gert strákaramma:


Ég er svolítið lukkuleg með þennan ramma :-)

Þegar ég les yfir póstinn sé ég að ég hef frekar ómeðvitað flokkað þetta í stelpu og stráka ramma...sem er fyndið af því að ég er alltaf að tuða um að það sé óþolandi að það fáist bara bleik eða blá hjól og það þurfi nú ekki að flokka allt barnadót eftir kynjum!

2 comments:

  1. Þeir eru ótrúlega fallegir hjá þér kæra systir! Mér finnst að sjálfsögðu ramminn hans Sveins Jörundar lang flottastur, hahaha ;-)
    En virkilega skemmtilegt blogg hjá þér!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er nú gott að þér finnst ramminn hans Sveins fallegastur- annars gæti ég þurft að gera nýjan! og takk fyrir hrósið :-)

      Delete