29.5.12

Eitt lítið útskriftarkort

Smellti í eitt karlmannlegt útskriftarkort um daginn eftir þessari fyrirmynd :


Svona varð það:


Ég er bara nokkuð ánægð með það þar sem ég hafði engin mál eða skapalón, hermdi bara eftir...


28.5.12

Lööööngu kominn tími á nýja færslu hér og nú verður bætt úr því!
Datt í hug að sýna ykkur smá lausn sem að tók okkur hjónakornin langan tíma að finna (kannski erum við samt bara svona fattlaus og ykkur finnst þetta liggja í augum uppi, hehe). Við eigum eins og svo margir aðrir BJURSTA skenk úr Ikea, enda ódýrir og fallegir.
BJURSTA skenkur B155xH68cm. Eikarspónn

Gallinn við þá er hinsvegar hvað þeir eru lágir (og rúma heldur lítið, en það lá nú ljóst fyrir þegar hann var keyptur!) og þeir eru oft svo kjánalega lágir með hefðbundnu dúlleríi ofan á.

Við fengum alveg svakalega fallega mynd í brúðkaupsgjöf frá vinkonum mínum og ég vildi endilega að hún fengi pláss á þessum stóra, fína og auða vegg fyrir ofan skenkinn. Myndin er þó ekki stór og ekki til að bæta úr smæð skenksins.....

Þannig að við keyptum langa og mjóa glerhillu og settum fyrir ofan skenkinn (meira pláss fyrir dúllerí!) og allt í einu voru hlutföllin bara fín:


Takið eftir hvað heimasíminn er smart þarna (hann verður einhvers staðar að fá að vera greyið). En hvað sem heimasímanum líður finnst mér þetta voða sætt dúllerí:11.5.12

Fleiri myndarammar.....

Þetta er nú bara eins og framhaldssaga! En fyrst ég er búin að sýna ykkur tvo nýlega myndaramma sem ég hef gert datt mér í hug að sýna ykkur nokkra aðra (þegar ég hef munað eftir að taka mynd, haha!).
Þetta er sá allra fyrsti, þess vegna þykir mér alveg sérstaklega vænt um hann. Ég var alveg svakalega lengi að dúlla við hann, pjúff! Mamma Sunnevu er núna búin að taka grænu blómin og það er fallegra, svolítið ofhlaðinn svona:


Annar nýlegur stelpurammi:


Afsakið myndgæðin...... en það er gyllt "glimmer mist" yfir öllu sem gerir voða fínan glans en kemur ekki vel út á þessari mynd...


Þessi er ólíkur, lítil tréblóm sem að ég límdi á. Ég reyni að hafa rammana ekki of smábarnalega svo þeir geti notið sín lengi inni í barnaherberginu, ekki bara allra fyrstu árin.

Svo hef ég líka gert strákaramma:


Ég er svolítið lukkuleg með þennan ramma :-)

Þegar ég les yfir póstinn sé ég að ég hef frekar ómeðvitað flokkað þetta í stelpu og stráka ramma...sem er fyndið af því að ég er alltaf að tuða um að það sé óþolandi að það fáist bara bleik eða blá hjól og það þurfi nú ekki að flokka allt barnadót eftir kynjum!

Heimili myndarammans

Jæja, þá get ég loksins sýnt ykkur heimili rammans!

 

 sjáið þið hann?
Þetta er semsagt horn litla guttans í svefnherberginu.
Rimlarúmið er gamla rúmið mitt og hefur sko sjarma með bitförum og allt. Það er 140x 80 cm og því vel stórt- enda svaf ég í því fram eftir öllu!


Ótrúlega fallegt sængurver frá Lín Design og Ikea stuðkantur sem nær ekki allan hringinn!Ramminn á heima hérna hliðin á bleyjukörfunum. Hjá honum er líka Birna bangsi sem að ég átti þegar að ég var lítil. Núna er hún skreytt með blómi en venjulega er hún bara allsber með ótmótstæðilega súkkulaðinebbann sinn (hann er grínlaust alveg eins og mjólkursúkkulaði á litinn og er með bitförum eftir mig!) Spiladósin sæta er mikið notuð til þess að halda fjöruga guttanum uppteknum á skiptiborðinu!Sætir fugla snagar úr Ilvu. Ég átti litlu silfurlituðu hringluna þegar ég var lítil- gaman að eiga svona dýrgripi!


Hillan fyrir ofan rúmið. Best að taka fram að þetta er allt saman mjög létt og ætti því ekki að valda stórskaða í næsta Suðurlandsskjálfta....


Herra Kanína er kominn frá pabbanum og því að nálgast fertugsaldurinn- yndislega snjáður og sætur.


Bítla- yellow-sumbarine-óróinn stingur kannski í stúf við hitt puntið en er samt rosalega skemmtilegur. Litli guttinn nær að tosa aðeins í hann þegar hann stendur í rúminu- bara gleði!


Og tókuð þið eftir þessum bókstaf? Sami pappír og í rammanum til þess að vera aðeins í stíl....


Höldurnar á skiptiborðinu eru líka í stíl- grænar og bláar! Og sæta froskafatan geymir óhreinar taubleyjur (hún getur auðvitað ekki staðið lengur þarna á gólfinu enda svo sæt að litli guttinn sækir stíft í hana!).


Svo má ég til með að sýna ykkur þennan "snaga" úr RL Vöruhúsi. Honum er nú bara tyllt þarna og geymir gjarnan bleyjuskeljar og annað sem er gott að leggja frá sér aðeins.

Hvernig líst ykkur á heimili myndarammans?1.5.12

Rammi fyrir uppáhalds litla strákinn minn!

Já, þá ætla ég að sýna ykkur rammann sem að ég gerði fyrir litla guttann minn! Þetta fór mjög brösuglega af stað þar sem ég gat ómögulega stimplað nafnið fallega á rammakartonið (nei, ég tók engar myndir af þeim óskapnaði!). Í fjórða sinn tókst það nothæflega. (pjúff!)

Og þá var aðalmálið að ákveða pappírs- og litasamsetninguna. Útgangspunturinn var sæti gíraffinn og svo urðu sætu vinir hans Bíbí og Ugla að vera með. Ég tók myndir af nokkrum útgáfum, það er svo þægilegt til þess að bera saman (smelltu á myndirnar ef þú vilt sjá þær stærri):


En að lokum varð þetta niðurstaðan, þrátt fyrir að vera aðeins minna blátt&grænt en ég ætlaði upphaflega, svona getur pappírinn bara tekið völdin!


Ég stóðst ekki mátið og kvittaði svona, get það bara fyrir þennan litla gutta!


Komið í ramman lítur þetta þá svona út (ég biðst afsökunar á lélegum myndgæðum og glampa!)


Pappírinn er úr Föndru og stimpilstafirnir úr A4.

Svo verð ég að sýna ykkur næst hvar þessi rammi fær að búa!