22.4.12

Varúð- nostalgía! 15.09.08

Kjartan bróðir er fluttur í eigið húsnæði. Þegar einhver úr systkinahópnum nær þeim áfanga fer Mamma upp á háaloft og dregur fram allt dótið og draslið okkar sem er í geymslu þar. Núna tók hún allt dótið hans Kjartans og fann líka tvo kassa frá mér sem ekki höfðu fundist þegar ég flutti í eigið húsnæði.
Jeminn, þessir kassar voru greinilega innst inni á háaloftinu, dótið sem kom upp úr þeim!
Greinilegt að ég fékk að pakka þessu niður sjálf, allt rækilega merkt og einnig mjög áhugavert hverju ég hafði pakkað niður:
  • Brjálað magn af postulínsstyttum! Þær munu nær allar fá framhaldslíf í Góða hirðinum...
  • Muniði þegar dótið úr "Magasin" (kjallarinn á Húsgagnahöllinni)voru vinsælustu afmælisgjafirnar, grímur og postulínstrúðar, hrikalega "nineties"!
  • Dagbók frá því ég var u.þ.b. 9 ára. Þar stendur "Sigurborg er ógeðslega heimsk og leiðinleg, 30% heimskari en þú heldur". Systrakærleikurinn
  • POX, spil þar sem maður safnaði "poxum" með ýmsum svölum myndum.
  • Duddurnar, æði sem greip um sig og maður safnaði plast-duddum á neonlitað band og hengdi um hálsinn. Hrikalega kúl!
Ég held að þetta dugi, vona að jafnaldrar mínir hafi gaman að þessari hallærislegu upptalningu og dragi fram gamlan Spice Girls disk til að koma sér í gírinn

1 comment:

  1. The King Casino Hotel | Jamul Casino & Spa
    The King Casino Hotel https://jancasino.com/review/merit-casino/ is set 1 mile south of communitykhabar Jamul https://septcasino.com/review/merit-casino/ Casino, 1 바카라 사이트 MPRC Blvd, Jamul, Georgia. View map. This casino offers a 토토 variety of gaming options including slots,

    ReplyDelete