Jeminn, þessir kassar voru greinilega innst inni á háaloftinu, dótið sem kom upp úr þeim!

Greinilegt að ég fékk að pakka þessu niður sjálf, allt rækilega merkt og einnig mjög áhugavert hverju ég hafði pakkað niður:
- Brjálað magn af postulínsstyttum! Þær munu nær allar fá framhaldslíf í Góða hirðinum...
- Muniði þegar dótið úr "Magasin" (kjallarinn á Húsgagnahöllinni)voru vinsælustu afmælisgjafirnar, grímur og postulínstrúðar, hrikalega "nineties"!
- Dagbók frá því ég var u.þ.b. 9 ára. Þar stendur "Sigurborg er ógeðslega heimsk og leiðinleg, 30% heimskari en þú heldur". Systrakærleikurinn
- POX, spil þar sem maður safnaði "poxum" með ýmsum svölum myndum.
- Duddurnar, æði sem greip um sig og maður safnaði plast-duddum á neonlitað band og hengdi um hálsinn. Hrikalega kúl!
No comments:
Post a Comment