22.4.12

Ungbarnaórói 11.10.11

Það er þarfaþing að hafa góðan óróa fyrir ofan skiptiborðið og ég var alltaf á leiðinni að fara kaupa einn slíkan.....
Svo sá ég hjá einni sniðugri mömmu hvar hún hafði hengt allskonar lítið dót í hvert horn á ferhyrndu spjaldi og hengdi svo upp sem óróa eða dót til að slá í fyrir lilluna sína.
Ég hafði líka heyrt og lesið að ungabörn sjá best svart hvítar myndir/mynstur, sérstaklega á meðan þau eru enn að ná fullri sjón.
Og eitt kvöldið bræddi ég þessar ofureinföldu hugmyndir saman í einn ofureinfaldan svart- hvítan óróa fyrir litla gullmolann minn:
Fyrst leitaði ég að svart hvítum mynstri á veraldarvefnum og valdi fimm sem að mér fannst falleg:
vika13 002_resize
skar þær út og límdi á litaðan pappír
vika13 003_resize
sama myndin límd á báðu megin
vika13 004_resize
þá fann ég nothæft band, í þessu tilfelli hvíta sænskættaða pakkabandsnúru frá IKEA
vika13 007_resize
og batt svo herlegheitin saman í ofureinfaldan óróa
vika13 035_resize
sem lítur svona út fyrir krúttið á skiptiborðinu
vika13 036_resize
óróinn er ekkert festur upp, bandinu er bara tyllt undir körfuna á hillunni og þá helst hann, mjög þægilegt að geta fært hann hvert sem er, auðvelt að festa og léttur!
vika13 039_resize
Litli maðurinn getur horft á þetta nánast dáleiddur tímunum saman, skríkir og hlær!
vika13 044
Ég er bara ansi ánægð með hann og það sem mikilvægast er....litli maðurinn er sko hæst ángæður með hann!

No comments:

Post a Comment